Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 105
m
h
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra er alin upp við það að
vera með rjúpur í jólamatinn.
Engar rjúpur í ár j
Flestir hafa fasta siði á jólum og ekki síst hvað mat varðar.
Siv Friðleifsdóttir verður ekki með ijúpur í ár. „Ég er alin
upp við það að vera með ijúpur í jólamatinn og það var
alltaf heilmikil seremónía við það,“ segir Siv Friðleifsdóttir
ráðherra. „Við skárum niður epli og sveskjur og tróðum inn
í ijúpurnar sem svo voru steiktar á pönnu og kryddaðar og W
síðan settar í pott og soðnar heillengi. Úr soðinu var svo búin
til frábær ijúpnasósa og með þessu borðuðum við brúnaðar
kartöflur og rauðkál ásamt epla- og eggjasalati sem var
gríðarlega vinsælt á heimilinu. Við vorum 6 í heimili, 4
systkin og ég er elst systkinanna.“
Siv segist hafa haldið þessum sið þegar hún stofnaði eigið
heimili en þetta árið sé úr vöndu að ráða þar sem engar fáist
ijúpurnar.
„Við höfum rætt þetta nokkuð og sýnist að útkoman verði
sú að við munum verða með hreindýr í aðalrétt, humar í for-
rétt og síðan verðum við með eftirrétt sem maðurinn minn er
höfundur að. Þetta eru jarðarber, kíví, bláber og epli skorin
niður, sett í eldfast form og makkarónur og suðusúkkulaði
mulið yfir. Sett í ofn um stund, ekki of lengi því það má ekki
verða að mauki og borið fram með ís.“SD
Rjúpnajólunum bjargað?
Hvað gerist þegar allt í einu er
ekki lengur hægt að fá rjúpur í
jólamatinn og þar með hefðum
margra ára og áratuga fleygt fýrir
borð?
„Við höfum verið að beina fólki
yfir í hreindýr, gæsir og önd,“ segir
Guðbjörn Gunnar Jónsson, kjöt-
iðnaðarmaður í Nóatúni í Smáralind.
„Til viðbótar við það höfum við flutt
inn nokkuð af skoskum rjúpum og
það hefur mælst ágætlega íyrir. Þessi
rjúpa er af svipaðri stærð og sú
íslenska en það er ekki samskonar
lyngbragð af henni. Hún er matreidd
á sama máta og sú íslenska og gott
er að krydda hana vel, til dæmis með
timian.“ 33
■4
105