Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 72
Sjó- og regnfatnaður ásamt vinnufatnaði eru
sérsvið 66° N - Sjóklæðagerðarinnar M. og
hafa verið síðustu 77 árin, en fatnaður
fyrirtækisins hefur verið í notkun frá árinu 1926.
Flíkurnar eru ekki aðeins landskunnar, heldur
þekktar víða erlendis og talin hágæðavara en
mikil þróun hefur átt sér stað í útivistarfatnaði,
bæði efnum og sniðum. Stöðugt er unnið að því
að mæta auknum kröfum almennings um
heilsuvernd og hreinleika.
4
4
>.
£
i
Flísefni „Við höfum á síðustu árum breikkað
verulega úrval okkar í útivistarfatnaði," segir
Elmar Freyr Vernharðsson, markaðsstjóri
66°Norður. „Þar má nefna okkar velþekkta
Polartec-fleece sem talið er vera langfremst í
þróun flísefna. Einnig má nefna Windpro efnin
sem eru vindþétt, Powershield efnin sem eru
vatnsþétt, svo ekki sé minnst á Power stretch
elhið sem notað er innan undir.
Gífurleg þróun og sérstæð hefur átt sér stað
í þessum efnum og hefur eftirspurn stóraukist
á skömmum tíma. Efni þessi eru framleidd og
þróuð hjá Malden Mills fyrirtækinu í Bandaríkj-
unum sem er hinn ókrýndi konungur flísefn-
anna í heiminum í dag.
Ný undraefni Það er sama hvert litið er, alls
staðar er að finna ánægða notendur skjólfatn-
aðar sem framleiddur er hjá 66°Norður. „Slysa-
varnafélagið Landsbjörg hefur góða reynslu af
öndunarefnunum „Entrant" og „Dermisax“
sem það notar við erfiðustu aðstæður. Lög-
reglan einnig og svo auðvitað allur almenn-
ingur,“ segir Elmar.
„Fatnaður úr nýja undraefninu „Event“ hefur
Elmar Freyr Vernharðsson, markaðsstjóri 66°Norður: „Fatnaður úr nýja
undraefninu „Event" hefur nýlega verið markaðssettur í verslunum
66°Norður en sú reynsla sem þegar er komin af efninu lofar góðu."
66°Norður:
Hlútt þótt blási
nýlega verið markaðssettur í verslununum
66°Norður en sú reynsla sem þegar er
komin af efninu lofar góðu. Flíkur úr þessu
efni hafa verið notaðar erlendis í rúm tvö ár
og hafa reynst ákaflega vel. Erlendis hafa
einnig vakið athygli efni eins og Outlast sem
hefur þann eiginleika að halda jöfnum hita á
líkamanum þannig að notandanum verður
hvorki of heitt né of kalt. Þetta er talin vera
bylting í slíkum efnum og von er á flíkum úr
markað innan skamms."
72
Hlý og vatnsheld föt
hafa alltaf verið nauósyn-
leg á íslandi. 66°Norður
framleiðir fyrsta flokks
hlífóarfatnað fyrir alla
aldurshópa.
því á íslenskan
Bródering og silkiprent Á síðustu árum
hefur verið starfrækt hjá 66° N Broderings
og silkiprentsdeild sem búin er fullkomnum
tækjum. Með endurskipulagningu deildar-
innar stórjókst framleiðslugeta hennar og
þannig hefur þjónusta við viðskiptavini stór-
aukist.
Fyrirtæki, félagshópar, íþróttafélög og
allur almenningur hefur notið þessarar þjón-
ustu í mjög auknum mæli þar sem að verki er fagfólk þjálfað
til vandaðra verka.B!]