Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 84
o/rni
Gallerý Kjöt:
Góðgæti um
Ofarlega á Grensásvegi er verslunarsam-
stæða sem búin er að vera þar allt frá
því hverfið fór að byggjast upp. Undan-
farin ár hefur sívaxandi fjöldi fólks alls staðar
að komið í þennan kjarna - til að kaupa kjöt.
Gourmet kjötverslunin Gallerý Kjöt, sem
rekin er af Þóri Omari Grétarssyni og Árdísi
Sigmundsdóttur, hefur unnið sér sess í huga
þeirra sem kunna að meta gott kjöt og prófa
nýja hluti af og til.
„Við erum með margar nýjungar hér og
af þeim má nefna spægipylsuna okkar góðu, en við framleiðum
spægipylsu úr hreindýrakjöti auk þess sem við seljum hrein-
dýrakjöt, sem unnið er á ýmsa vegu, og hreindýrapate," segir
framkvæmdastjórinn sem gjarnan vill láta kalla sig Ómar.
„Hreindýrakjötið er íslenskt og ég veiði talsvert af því sjálfur
því ég vil helst íýlgja kjötinu alla leið og fúllvissa mig um að
meðhöndlunin sé fýrsta flokks, allt frá þvf að dýrið er veitt.“
Jólagjafirnar Ómar segir misjafnt hvenær fólk fer að hugsa
um jólamatinn. „Hingað hefur komið fólk í maí til að panta og
skipuleggja jólaveislur, en í byijun september förum við að sjá
talsvert af fólki sem er að panta jólamat. Fyrirtæki og stofnanir,
sem ætla að gefa körfur með mat, þurfa að vera tímanlega á
ferð og ekki síst ef pöntunin er stór eða á að fara til útlanda. Það
er talsvert algengt að íslenskt kjöt sé sent út, bæði til ættingja
og svo sem jólagjöf til viðskiptavina erlendis. Við höfum látið
útbúa fyrir okkur fallega kassa undir kjötið en í kassanum eru
að jafnaði spægipylsa, skinka, hreindýrapate, grafið lamb og
grafið naut. Með þessu eru svo sósurnar okkar, beijasósa og
koníakssósa og punkturinn yfir i-ið er súkkulaði frá Maxim's í
París og ítalskt sérinnflutt kaffi. Vilji viðskiptavinurinn að vín sé
með í kassanum kemur hann með það og við pökkum því með
en við höfum ekki vínsöluleyfi hér.“
Margs konar Skinka Skinka er ekki bara
skinka, eins og vel kemur í ljós þegar rætt er
við Ómar sem hefur ástríðuþrunginn áhuga á
kjöti og verkun þess.
„Við erum með fjórar gerðir af skinku í
búðinni," segir hann. „Það er Black forrest
eða svartaskógarskinka. Hún er með sterku
viðarbragði og gríðarlega góð. Svo er það
Applewood sem er með mildu eplabragði,
Hiccory sem er með reykbragði og Pastrami
sem er sterkkrydduð og þykir alveg afbragð."
Fyrir utan íslenskt kjöt, sem er í aðalhlutverki í Gallerý Kjöt,
er hægt að fá fasana og dádýrakjöt, forsoðnar kalkúnabringur
og fleira gott.
Unnið frá hjartanu Það er eins með kjötvinnslu og matreiðslu
að árangurinn fer eftír því hvernig á málum er haldið.
„Galdurinn er að vinna og verka kjötið frá hjartanu," segir
Ómar. „Það skiptir engu hvað þú reynir mikið, ef þetta kemur
ekki frá hjartanu vantar eitthvað, einhveija fýllingu. Hér eru
fagmenn að verki, fólk sem nýtur þess að búa til góðan mat og
það einfaldlega skilar sér í góðri vöru. Héðan fer ekkert kjöt út
íyrr en að minnsta kosti þremur vikum eftir að það kemur inn
og það merkir einfaldlega að við verðum að vera vakandi yfir
því allan tímann. Okkar markmið er að hingað getí komið fólk
og keypt heila veislu, forrétt, aðalrétt og eftírrétt og farið heim,
fullvisst um að hráefnið sé fýrsta flokks og að ekkert fari
úrskeiðis þess vegna.“
JÓI í bÚStað Hvað ætlar svo Ómar að hafa í jólamatinn? „Ég
á von á því að um kl. 7 á aðfangadag verðum við, ég og Árdís
eiginkona min, komin upp í sumarbústað þar sem við ætlum að
dvelja um hátíðina. Að líkindum verðum við með dádýrakjöt
eða andabringur í matinn en það er ekki fullljóst enn...“[Jj
Fyrir þá sem vilja harða
pakka um jólin er valið
einfalt. Fullur kassi af
gómsætu kjöti, kaffi,
súkkulaði, ostum og öðru
meðlæti frá Gallerý Kjöti er
bæði óvenjuleg og góð gjöf.
JSallerý Kjöt er fallég verslun. Her eru Öffiar Grétarsson o§
Ardis Sigmundsdóttir alla daga að vinna frábært kjöt fyrir
viðskiptavini sína sem koma alls staðar að til að kaupa það.