Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 125

Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 125
ilmríkt. Bragðið er léttkryddað með góðu smjörbragði. Chateau Isenbourg Tokay Pinot Gris le Clos er yndislegt vín, létt, frískandi, með hunangs- og ávaxtabragði. Báðar þessar teg- undir eru góðar með krydd- uðum mat eins og t.d. graflaxi, en þær eru einnig ljómandi með súpum eins og humar- eða sveppasúpu. Hátíðleg Stund Vinsælasti, og án efa frægasti og sennilega glæsileg- asti drykkurinn, er kampavln. Gott þurrt kampavín er ljómandi lyst- auki. Það er jafnan hátíðleg stund þegar flaska af kampavíni er opnuð og tappinn skýst út í loftið. Ein- hveijir vísindamenn, sem höfðu ekkert þarfara að gera, komust að þvi að kampavínstappinn nær 60 km hraða. Ágætisúrval er af kampavíni í verslunum ÁTVR og þótt ótrúlegt sé er verð á því frekar hagstætt hér á landi miðað við nágrannalöndin. Pol Roge Brut Rose er stórbrotið kampavín sem engan svíkur. Þetta er „bleikt“ kampavín eins og sagt er, eða „Rose“. Varla er hægt að hugsa sér flottari fordrykk. Veuve Clicqout Ponsardin Brut er aldeilis frábært kampavin. Það er bragðmikið, ferskt, með hnetu- og eplakeim. Það tíðkast að skála í kampavíni á hátíðlegum stundum eins og við áramót. Skálið í einhveiju öðru en kampavíni um áramótin. Drekkið frekar kampavinið á undan bestu máltíð jólahátíðarinnar. Með eftirréttinum Eftírrétturinn verður enn betri ef gott vín er haft með honum. Vinsælt freyðivín hér á landi eru ítölsku Asti vínin sem pressuð eru úr muskatþrúgunni. Þetta vín er sætt og ávaxtaríkt og á góðu verði. Þetta annars ágæta freyðivín er iðulega haft í veislum hér á landi, t.d. við brúðkaup. Það hæfir alls ekki með snittum og pottréttum og kemur alls ekki i staðinn fyrir kampavín. Vel kælt eru það hins vegar ljómandi gott með eftírréttum, sérstaklega þar sem uppistaðan er marsipan, ijómi, ís og ávextir, einnig með súkkulaðimús. Gott úrval er af freyði- víni frá Asti í verslunum ÁTVR. Riccadonna Asti er ljómandi, létt með góðu, krydduðu ávaxtabragði. Eftir matinn Um jólahátíðirnar er sjálfsagt að gæta hófs í meðferð áfengis. Hins vegar er góður endir á ljúffengri máltíð, sem búið er að hafa mikið fyrir, að fá drykk á eftír. Líkjörar og koníak eru vinsælir drykkir með kaffinu eftir matínn. I Mið- og Suður-Evrópu tíðkast að fá sér drykk eftir matinn til að bæta meltinguna. Víðar, eins og á Italíu, þykir þetta algjör nauðsyn eftír þunga og mikla máltíð. Þetta er góður siður. Fátt er þetra eftír mikla máltíð en grappa. Grappa er stundum kallað því óvirðulega nafni ‘hratbrennivín’. Grappa er framleitt úr vínþrúgum sem búið er að pressa mestan safann úr til vin- gerðar. Mörgum finnst grappa vondur drykkur, minna helst á landa. Þetta er mikill misskilningur, þvi það er mikil list að búa til gott grappa og löng hefð er fyrir þessari framleiðslu á Italíu. Grappa ber mikinn keim af þrúgutegundunum sem það er eimað úr. Þá er það staðreynd að glas af grappa bætir meltinguna. Ljóm- andi grappa er Bolla Grappa di Amarone. Þetta er kröftugt grappa sem gert er úr vínþrúgum sem áður hafa verið þurrk- aðar. Þetta grappa og aðrar góðar grappategundir er hægt að panta í versl- unumÁTVR Með hangihjötinu Klassísk spurning fyrir jólin er hvaða léttvin passi með hangikjöti. Að mínu mati er besti kosturinn gott Elsass-vín og þá einna helst Gewurstraminer. Þetta vín er bragðmikið með miklum ávexti, sætt og kryddað. Á vel við salt og reykt hangikjötið. SH Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Líkjör Cartron Creme de Cassis de Bourgogne kr. 1.250 Sérrí Conzales ByassTio Pepe Fino kr. 1.830 Hvítvín Trimbach Riesling Reserve kr. 1.490 Chateau Isenbourg Tokay Pinot Gris les Clos kr. 1.990 Kampavín Pol Roge Brut Rose kr. 3.590 Veuve Cliquot Ponsardin Brut kr. 2.690 Freyðivín Riccadonna Asti kr. 880 Rauðvín Georges Duboeuf Beaujolais Villages kr. 1.250 Grappa Bolla Grappa di Amarone kr. 5.500 Fátt er betra eftir mikla og góða máltíð en glas af grappa sem bætir meltinguna. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.