Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 125
ilmríkt. Bragðið er léttkryddað
með góðu smjörbragði.
Chateau Isenbourg Tokay Pinot
Gris le Clos er yndislegt vín,
létt, frískandi, með hunangs- og
ávaxtabragði. Báðar þessar teg-
undir eru góðar með krydd-
uðum mat eins og t.d. graflaxi,
en þær eru einnig ljómandi með
súpum eins og humar- eða
sveppasúpu.
Hátíðleg Stund Vinsælasti, og án
efa frægasti og sennilega glæsileg-
asti drykkurinn, er kampavln. Gott
þurrt kampavín er ljómandi lyst-
auki. Það er jafnan hátíðleg stund
þegar flaska af kampavíni er opnuð
og tappinn skýst út í loftið. Ein-
hveijir vísindamenn, sem höfðu
ekkert þarfara að gera, komust að
þvi að kampavínstappinn nær 60 km hraða. Ágætisúrval er af
kampavíni í verslunum ÁTVR og þótt ótrúlegt sé er verð á því
frekar hagstætt hér á landi miðað við nágrannalöndin. Pol
Roge Brut Rose er stórbrotið kampavín sem engan svíkur.
Þetta er „bleikt“ kampavín eins og sagt er, eða „Rose“. Varla er
hægt að hugsa sér flottari fordrykk. Veuve Clicqout Ponsardin
Brut er aldeilis frábært kampavin. Það er bragðmikið, ferskt,
með hnetu- og eplakeim. Það tíðkast að skála í kampavíni á
hátíðlegum stundum eins og við áramót. Skálið í einhveiju
öðru en kampavíni um áramótin. Drekkið frekar kampavinið á
undan bestu máltíð jólahátíðarinnar.
Með eftirréttinum Eftírrétturinn verður enn betri ef gott vín
er haft með honum. Vinsælt freyðivín hér á landi eru ítölsku
Asti vínin sem pressuð eru úr muskatþrúgunni. Þetta vín er
sætt og ávaxtaríkt og á góðu verði. Þetta annars ágæta freyðivín
er iðulega haft í veislum hér á landi, t.d. við brúðkaup. Það hæfir
alls ekki með snittum og pottréttum og kemur alls ekki i staðinn
fyrir kampavín. Vel kælt eru það hins vegar ljómandi gott með
eftírréttum, sérstaklega þar sem uppistaðan er marsipan, ijómi,
ís og ávextir, einnig með súkkulaðimús. Gott úrval er af freyði-
víni frá Asti í verslunum ÁTVR. Riccadonna Asti er ljómandi, létt
með góðu, krydduðu ávaxtabragði.
Eftir matinn Um jólahátíðirnar er sjálfsagt að gæta hófs í
meðferð áfengis. Hins vegar er góður endir á ljúffengri máltíð,
sem búið er að hafa mikið fyrir, að fá drykk á eftír. Líkjörar og
koníak eru vinsælir drykkir með kaffinu eftir matínn. I Mið-
og Suður-Evrópu tíðkast að fá sér drykk eftir matinn til að
bæta meltinguna. Víðar, eins og á Italíu, þykir þetta algjör
nauðsyn eftír þunga og mikla máltíð. Þetta er góður siður. Fátt
er þetra eftír mikla máltíð en grappa. Grappa er stundum
kallað því óvirðulega nafni ‘hratbrennivín’. Grappa er framleitt
úr vínþrúgum sem búið er að pressa mestan safann úr til vin-
gerðar. Mörgum finnst grappa vondur
drykkur, minna helst á landa. Þetta er
mikill misskilningur, þvi það er mikil list
að búa til gott grappa og löng hefð er fyrir
þessari framleiðslu á Italíu. Grappa ber
mikinn keim af þrúgutegundunum sem
það er eimað úr. Þá er það staðreynd að
glas af grappa bætir meltinguna. Ljóm-
andi grappa er Bolla Grappa di Amarone.
Þetta er kröftugt grappa sem gert er úr
vínþrúgum sem áður hafa verið þurrk-
aðar. Þetta grappa og aðrar góðar
grappategundir er hægt að panta í versl-
unumÁTVR
Með hangihjötinu Klassísk spurning
fyrir jólin er hvaða léttvin passi með
hangikjöti. Að mínu mati er besti
kosturinn gott Elsass-vín og þá einna
helst Gewurstraminer. Þetta vín er
bragðmikið með miklum ávexti, sætt
og kryddað. Á vel við salt og reykt hangikjötið. SH
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum:
Líkjör
Cartron Creme de Cassis de Bourgogne kr. 1.250
Sérrí
Conzales ByassTio Pepe Fino kr. 1.830
Hvítvín
Trimbach Riesling Reserve kr. 1.490
Chateau Isenbourg Tokay Pinot Gris les Clos kr. 1.990
Kampavín
Pol Roge Brut Rose kr. 3.590
Veuve Cliquot Ponsardin Brut kr. 2.690
Freyðivín
Riccadonna Asti kr. 880
Rauðvín
Georges Duboeuf Beaujolais Villages kr. 1.250
Grappa
Bolla Grappa di Amarone kr. 5.500
Fátt er betra eftir mikla og góða máltíð en
glas af grappa sem bætir meltinguna.
125