Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 104
-> Dönsk svínasteik með meiru
|príða Björg Eðvarðsdóttir landslagsarkitekt er þekkt fyrir
fcáhuga sinn á mat og skemmtilega og frumlega
I matargerð. „Ég fer létt með uppskriftir að öllu jöfnu,“
segir Fríða Björg Eðvarðsdóttir. „Ég lít á uppskriftir sem
W Éræði sem nauðsynlegt er að kunna en galdurinn er að þurfa
Iekki að fylgja þeim eftir í öllu. Líkjörinn t.d. er þannig að ég
hef gert hann bara með bláberjum og sykri. Og í eitt skiptið
sleppti ég sykrinum, niðurstaðan varð mjög góður „snafs“,
ÉP berin voru stórhættuleg, áfeng og beisk.
Ekki vond þó. Með því að blanda berjum saman við verður
I drykkurinn fallegur á litinn og þetta hefur yfirleitt vakið mikla
athygli. Vinir okkar hlakka til að smakka um hver jól og ég
ber þetta fram í litlum glösum, gef frekar aftur.
Saffranbrauðið er frábært bæði fyrir börn og fullorðna og
súkkulaðibitakökurnar eru uppskrift frá mömmu, og betri en
í nokkrum Nóa-Síríusbæklingi eða annarsstaðar.
Ostastangirnar koma á óvart, borðast ekki hratt en eru
hvíld frá öllum sætindunum og mjög góðar.
Jarðarbeijaostakakan er mjög góð og fersk. Auðvelt að
gera hana en það þarf að leyfa henni að standa í minnst 6
tíma eða til næsta dags. Jarðarberin gera hana rauða og
jólalega.“S3
Jólalíkjör
1 bolli rifsber, velt upp úr 100 g sykur
1 bolli bláber, velt upp úr 100 g sykur
Blæjuber, hindber eða brómber og
sykur
11vodka
Látið standa í vel þéttri krukku til jóla
(minnst 20 daga eða frá hausti til jóla).
Drukkið sem líkjör.
Berin er tilvalið að borða (í litlu magni)
með góðum ís.
Einnig er gott að hita skógarber á
pönnu (keypt frosin), blanda við þessi
ber og hella yfir vodka, kveikja í og bera
fram logandi með ís.
Saffranbrauð/ snúðar,
fléttur og karlar
200 g smjör
1/2 1 mjólk
75 g ger
1 tsk salt
150 g strásykur
1 g saffrankrydd (set gjarna þurr blóm-
blöð af morgunfrú með saffraninu)
1 kg hveiti
1 egg til penslunar
rúsínur til skrauts/ sykur eða gróft salt
til skrauts
Búið til eins og venjulegt gerdeig. Eftir
að deigið hefur hefast eru gerð alls
konar skrautleg smábrauð. Penslað
með eggi. Bakað í 10 mín við 250° C.
Tilvalið að fr ysta, kjörið með jólamatn-
um eða góðum ostum.
Súkkulaðibitakökur
1/2 bolli smjör
1/2 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
legg
11/2 bolli hveiti
1/2 tsk natron eða 1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 bolli kókosmjöl
200 gr súkkulaði (brytjað)
Hrært saman í hrærivél, kókosmjöli og
súkkulaði bætt við seinast. Sett með tsk
á smurða plötu. Bakað þar til ljósbrúnt,
hiti 180° C.
Ostastangir
200 gr hveiti
200 gr smjör
200 gr óðalsostur
Hnoðað saman í litlar stangir. Tilvalið
með bjórglasi eða hvítvíni.
Kanadísk jarðarberjaostakaka
Botn
75 gr smjör eða smjörlíki
1 bolli mulið hafrakex og / eða saltkex
2 msk strásykur
2 msk kakó
Smjör brætt í potti, kexmulningnum
blandað út í, sykur og kakó blandað út
í. Þrýst vel út í 22 sm bökunarform.
Bakað í 10 mín við 180 °C. Kælt.
1 pk jarðarbeijahlaup
2-3 plötur gelatin
1 bolli soðið vatn
425 g fr osin jarðaber
250 gr ijómaostur
2/3 bolli flórsykur
2 bollar ijómi
Gelatin hlaupið leyst upp í vatninu,
jarðarbeijunum bætt út í.
Rjómaostur og flórsykur hrært þar til
mjúkt og létt. Þeyttum rjómanum
blandað við rjómaostinn. Ostblöndunni
bætt hægt við jarðarbeijablönduna.
Skreytt með súkkulaðispæni og
hugsanlega rjóma.
104