Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 10

Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 10
RITSTJÓRNARGREIN Excel-kynslóðin Halda má því fram að það séu þijár kynslóðir stjórnenda í íslensku viðskiptalífi og að þær séu afar ólíkar þegar betur er að gáð. Þær eru allar mjög markaðar af uppeldi sínu og endurspegla mismunandi tíma í verðmætasköpun; verðmæta- sköpun vinnuafls, verðmætasköpun tækni og verðmætasköpun peninga. Sú yngsta gengur stundum undir heitinu „Excel-kynslóðin“ og er afsprengi ‘68 kynslóðarinnar. Þetta er fólk á aldr- inum 25 til 40 ára sem ólst upp við tækninýjungar og tækifæri og mjög svo vaxandi auðlegð þjóðar- innar. Síðan er það eftirstríðskynslóðin, fólk á aldrinum 45 til 60 ára, sem ólst í bernsku upp við nokkurn skort á lífsnauðsynjum en þó hratt vaxandi velmegun. Elsta kynslóð stjórnenda er á aldrinum 65 til 70 ára og er meira og minna að draga sig út úr erli viðskiptanna. Um þessa kynslóð verður sagt að hún man einfaldlega tímana tvenna, hún ólst upp á krepputímum þegar vinna var ekki vis og biti á borðið ekki sjálfgefinn. „Excel-kynslóðín “ rnjög Víð SÖgu Það er í raun ágætt að hafa þessar þijár kynslóðir stjórnenda og bakgrunn þeirra í huga þegar rökrætt er um þær miklu sviptingar sem orðið hafa í íslensku viðskiptalífi að undanförnu og náðu hámarki 18. sept- ember sl. þegar Landsbanki og íslandsbanki skiptu Eimskipa- félaginu upp á milli sín. Jafnframt samdi Islandsbanki um yfir- töku á Sjóvá-Almennum og keypti auk þess Landsbankann og félagana í Samson út úr Fjárfestingafélaginu Straumi. Öll þessi viðskipti gera sig á yfir 40 milljarða króna og þar komu hæfi- leikaríkir menn af „Excel-kynslóðinni" innan bankanna mjög við sögu. Þessi dagur sýnir svart á hvítu að bankarnir eru orðnir helsta hreyfiaflið í íslensku viðskiptalífi og hið ráðandi afl í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins. Það fer raunar íyrir bijóstið á mörgum sem finnst að bankarnir eigi lyrst og fremst að þjóna fyrirtækjum í stað þess að eiga þau. Þeir hinir sömu óttast líka að drifkraftur einstaklinga - sem fá hugmyndir og vilja hrinda þeim í framkvæmd - muni dvína við þessa breyt- ingu. Hvað ef einhver fær góða hugmynd, sem vinnur gegn fyrirtæki í eigu banka, þarf að leita til bankans eftir áhættuijármagni til að sjá draum- inn rætast? Engin ástæða til að mála skrattann upp á vegg. Peningar eru og verða hreyfiafl, en það eru dugnaður og framtakssemi einstaklinga líka! Elsta kynslóð stjórnenda, sú sem er á aldrinum 65 til 70 ára og þaðan af eldri, ólst upp við hrikalega póli- tíska afskiptasemi af viðskiptalífinu þar sem lánveitingar banka voru oftar en ekki eyrnamerktar flokksgæðingum. Þessi kyn- slóð er engu að síður mjög framleiðsluþenkjandi. Hún ólst upp við skort og á þeim tímum þegar að kveldi dags var spurt í hve margar tunnur hefði verið saltað frekar en „hvað græddum við mikið í dag?“. Stjórnendur, sem eru á aldrinum 45 til 60 ára, ein- blína mjög á það „að reka fyrirtækin" af skynsemi (atvinnu- stjórnendur), og eru býsna uppteknir af þvi að starfsmenn og viðskiptavinir séu ánægðir. „Excel-kynslóðin" einkennist hins vegar af matador-spili á verðbréfamarkaði þar sem lítið mál er að „pakka inn dílum" fyrir meira en 40 milljarða á einum degi. Hún er hugrökk, áköf í að hagnast og eldklár við að hrinda hug- myndum í framkvæmd. Hún hefur sem betur fer ekki sömu minnimáttarkenndina gagnvart útlendingum og eldri kyn- slóðir. Hún setur í excelinn 10% launalækkun og fær út góðan hagnað fyrirtækis. Eða að þetta fyrirtæki hentí ekki lengur í þessu bæjarfélagi og það þurfi að flytja það. „Cut and paste“. Fínt Excelinn segir henni líka að það séu fjársjóðir í hverju horni sem aðrir hafa verið svo vitlausir að sjá ekki. Eg kann engu að síður vel við „excel-kynslóðina" þótt hún markist af verðmætasköpun peninga. Hún keyrir atvinnulífið áfram af dugnaði og dirfsku þótt mörgum, sem gránað hafa í vöngum og kunna ekki eins vel á excelinn, finnist hún aka býsna hratt. B3 Jón G. Hauksson Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 65. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrtmur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson ÚIUTSHÖNNUN: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, táx: 561 8646, netfang: tv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ Á BÓKINNI 300 STÆRSTU ER: 1.995 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 PRENTVINNSLA: Gutenberghf. UÓSMYNDIR: © Heimur hf - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.