Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 138

Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 138
Ný og hagkvœm lausn fyrirfyrirtœki og stofnanir Undanfarin ár hefur rutt sér til rúms nýjung á greiðslukorta- markaði: Kort sem gefa fyrirtækjum kost á að halda vel utan um útgjöld og stýra þeim, en stuðla jafnframt að auknu hagræði. Hér er um að ræða Fyrirtækjakort lcelandair og MasterCard, stund- um kallað Corporate kort, og Innkaupakort MasterCard, stundum kennt við Purchasing, en þróun þeirra hefur verið mjög hröð und- anfarin ár. Við ræddum um kortin við Einar Pál Tómasson, mark- aðsstjóra MasterCard. Corporate kortið „Corporate kortið er ekki bara hefð- (OTpOrdtB bundið viðskiptakort heldur er það 3Í33 -J. einnig öflugt útgjaldastjórntæki fyrir *" mmwm stærri fyrirtæki og stofnanir," segir Einar Páll. „Hægt er að fylgjast með notkun kortanna jafnharðan og fá við- bótarupplýsingar með færslum tengdum ferðalögum. Það hentar sér- lega vel ef starfsmenn fyrirtækis eru mikið á faraldsfæti, og hefur reynslan af því síðustu fjögur ár verið mjög góð. Til dæmis bera Marel og Össur því vel söguna eins og sjá má hér til hliðar." ingartexta. Þessar upplýsingar er svo hægt að sækja og færa rafrænt í bók- hald, sem sparar auðvitað gríðarlega vinnu frá því sem var," segir Einar og bætir svo við: „Þetta þýðir oft að tvískráning er úr sögunni." Þægindi á ferðalögum Kortinu fylgja mjög öflugar ferðatryggingar, m.a. bílaleigutrygging, sem getur sparað stórfé, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem tryggingarnar kosta gjarnan álíka mikið og bíllinn. Öll notkun Corporate kortsins inn- anlands veitir ferðapunkta í Vildarklúbbi lcelandair. „Svo hefur Corpora- te kortið þá sérstöðu að það er eina fyrirtækjakortið sem veitir aðgang að betri stofu lcelandair í Leifsstöð," segir Einar. „Nýlega fórum við að bjóða fyrirtækjum aðgangskortið Priority Pass sem veitir handhafa aðgang að yfir 450 betri stofum í rúmlega 80 lönd- um," heldur hann áfram, „menn sem þurfa stundum að bíða tímunum saman eftir tengiflugi meta það mikils. Loks má ekki gleyma því að hver handhafi Corporate kortsins getur fengið Einkakort án sérstaks árgjalds, því það er innifalið í kjörum þess fyrrnefnda. Einkakortið er MasterCard gullkort og er einungis ætlað til einkanota. Það tengist fyrirtækinu á engan hátt." Gagnlegar viðbótarupplýsingar og gagnaflutningur í bókhald „Það getur sparað fyrirtækjum mikinn tíma og fyrirhöfn að fá nákvæm- ar upplýsingar um ferðalög starfsmanna sinna frá ferðaskrifstofum beint í bókhaldið. Þetta eru upplýsingar um flug, gistingu og bílaleigu- bíla, sundurliðaðar eftir starfsmönnum og deildum. Fyrirtæki hafa aðgang að þessum gögnum í gagnalind á færslusíðu MasterCard á Net- inu og geta sótt þangað ýmsar gagnlegar upplýsingar, t.d. útgjöld greind eftir birgjum, löndum og korthöfum." „Allar færslur kortanna ásamt viðbótarupplýsingum er hægt að nálg- ast á Netinu, en þar er ekki aðeins að finna yfirlit yfir færslur, heldur getur korthafi sjálfur eða bókari bætt við viðföngum, tegundarnúmerum og skýr- Innkaupakort MasterCard „Innkaupakortið er að mörgu leyti svipað að uppbyggingu og Corporate kortið," segir Einar, „en áherslurnar eru aðrar: Inn- kaupakortið er frekar hugsað til hagræðing- ar við smáinnkaup og önnur innkaup sem ekki þarf að taka sérstakar ákvarðanir um, en eru sjálfsögð í rekstrinum. Reynslan hefur sýnt að á meðan smáinnkaup eru oft á bilinu 3-8% af heildarútgjöldum fyrirtækja fer allt að helmingur tíma starfsmanna og bókara í umsýslu smáreikninga. Það tekur jafnlangan tíma að bóka reikn- ing upp á 500 krónur og annan upp á 5 milljónir. Þessum tíma mætti ef- laust verja betur í þágu fyrirtækisins." Bergljót Hreinsdóttir og Kristín Andrea Einarsdóttir, Össuri. Hvers vegna tókuð þið upp Corporate kort? „Við völdum Corporate kortið vegna færslu- síðunnar. Þegar við kynntum okkur kostina þá var það aðallega færslusíðan, sem fylgdi Corporate kortinu, sem réði úrslitum." „Fœrslusíðan gerði útslagW Hvernig notið þið kortið? „Kortið er nær eingöngu notað á ferðalögum erlendis. Starfsfólk okkar ferðast mjög mikið og með því að nota Corporate kort getur hver starfs- maður samþykkt færslur á sínu korti á færslusíð- unni hvar og hvenær sem er." Hafið þið notað kortið við áætlanagerð? „Nei, við notum kortið nær eingöngu fyrir ferða- kostnað starfsmanna erlendis og höfum reiknað viðmiðunarreglur um kostnað við ferðalög út frá fjárhagsbókhaldinu." Beinn innlestur eykur öryggi Svo það er ánægja með reynsluna af kortinu? „Já, tvímælalaust. Þegar við byrjuðum að nota færslusíðuna fyrir 2-3 árum var hún reyndar mjög hægvirk þegar verið var að samþykkja færslur, það hefur lagast. En þetta er stór breyting frá því sem var, áður þurfti að handskrá allar færslur, nú fáum við færslurnar beint inn í fjárhagsbók- haldið, sem minnkar hættu á villum og sparar okkurmikinn tíma." Engar áhyggjur af gengissveiflum „Það er einnig ótvíræður kostur að sjá strax hvaða fjárhæðir við erum að tala um eftir að þið fóruð að reikna úttektir í íslenskar krónur á dag- gengi og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af gengissveiflum." Finnst ykkur færslusíðan aðgengileg? „ Helsta vandamál okkar núna er að hún er ekki 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.