Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 147

Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 147
STEFNUMÓTUN í LIFANDI FYRIRTÆKI markaði er að styttast og þar með liftími viðskiptalíkana fyrir- tækjanna sem framleiða vörurnar. Viðskiptalíkön entust í eina tíð í 20 til 30 ár en í dag þarf að vinna að uppfærslum eða veiga- miklum breytingum á líkaninu á fjögurra til fimm ára fresti. Stjórnendur eru yfirleitt svo önnum kafnir við að vinna verkin óaðfinnanlega, að þeir gleyma að spyrja sig hvort þeir séu að gera réttu hlutina. Óhjákvæmilegt er fyrir framsækið fyrirtæki að uppfæra stefnuna og bera saman við þróun á markaði. Stefiiuna má ekki daga uppi né má hún standa vörð um áherslur gærdagsins. Það er auðvelt að festast í viðjum vanans og álykta að grunnur fyrirtækisins standist þrátt fyrir breytingar í umhverfinu. Gagnrýnin hugsun er ekki virk hjá sliku fyrirtæki; það hættír að hugsa. Fyrirtækið hættir að spyija réttu spurninganna; það man svörin en ekki spurningarnar. Aðlögun fyrirtækisins að umhverfinu á sér ekki lengur stað. Fyrirtækið leitast ekki lengur við að læra af mistökum sínum og hlustar ekki eins vel á markaðinn og áður. Stjórnendur í fyrirtækinu þurfa að finna farveg innan fyrir- tækisins til að spyija spurninga um samkeppnina og markað- inn. í skilgreiningu á hlutverki fyrirtækisins koma fram tilgangur fyrirtækisins og þær þarfir sem það stefnir að því að uppfylla á markaðinum. Hlutverk fyrirtækis getur til dæmis verið að veita ákveðið skemmtanagildi, bæta lifskjör með lágu verði, bæta lífsgæði eða bæta umhverfið með vörum eða þjón- ustu. Eftirfarandi eru dæmi um spurningar sem svara þarf þegar hlutverk fyrirtækisins er til skoðunar: • Er hlutverk fyrirtækisins skilgreint nógu vitt? • Ftvað gerum við fyrir viðskiptavininn? • Á hvaða sviði starfar fyrirtækið? • Hvaða þarfir (viðskiptavinir/markaðir) uppfyllir fyrir- tækið? • Hvernig má búast við að þróunin verði á markaðinum þegar horft er fram á við? • Hvað þarf fyrirtækið að gera til að þjóna viðskiptavininum í náinni framtíð? • Þegar horft er á hlutverk fyrirtækisins í víðu samhengi, hvernig þarf fyrirtækið hugsanlega að breytast frá degin- um í dag til framtíðar, bæði hvað framleiðslu á vöru og þjónustu varðar og í að þjóna viðskiptavinunum? Hvað einkennir vandaða Stefnu? Ein af grundvallarkennisetn- ingum vísinda er að kenning getur aldrei orðið fullkomlega sönnuð. Aftur á móti er mögulegt að skera úr um það hvort kenning sé röng eða ósönn ef hún stenst ekki prófanir. Eins er ómögulegt að segja til um hvort stefna sé hin rétta eða hvort hún muni virka. Það er engu að síður hægt að prófa hana til að sjá hvort hún feli í sér ákveðna galla. • Samræmi: Stefnan má ekki vera framsett þannig að ósam- ræmi sé á milli markmiða og stefnu. Ósamræmi í stefiiu getur myndast með skyndiákvörðunum og málamiðlunum innan fyrirtækisins. • Jafiivaegi: Stefnan verður að samræma getu til að aðlagast ytra umhverfi og nauðsynlegar breytingar innan fyrir- tækisins. Hlutverk fyrirtækisins er að greina frá umfangi starfseminnar og marka þannig útlínur þess á markaði. • Forskot: Stefnan verður að gera ráð fyrir sköpun og við- gangi útvalinna rekstrarþátta sem tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins. • Varanleiki: Stefnan má ekki leiða auðlindir í þrot eða skapa óleysanleg smærri vandamál. Býr fyrirtækið yfir þeim mann- virkjum, mannauði og þeim fjárhagslega styrk sem nauðsyn- legur er til að fylgja stefnunni eftir í samkeppninni? Af þessum þáttum skiptir afar miklu máli að fyrirtæki leiti leiða til að byggja upp og viðhalda samkeppnisforskoti. Fyrir- tækið þarf að aðgreina sig frá keppinautunum. Samkeppnisforskot fyrirtækis er iðulega hægt að rekja til eins af þremur grunnþáttum: • Yfirburða auðlind • Yfirburða færni • Yfirburða staðsetningu Tveir fyrstu þættirnir fela í sér að fyrirtækið býr yfir getu til að gera meira með ákjósanlegum auðlindum eða betur með hæfu starfsfólki en keppinautarnir. Við stefnumótandi ákvarðanatöku skiptir gífurlegu máli hvaða færni og hvaða auðlindir eru taldar mikilvægastar fyrir fyrirtækið en vitað er að samkeppnishæfni og nýting auðlinda er að miklu leyti háð samkeppnissamhenginu sem fyrirtækið starfar í. Hér skiptir miklu máli hvernig samkeppnisumhverfi er við lýði og hvernig það mótast. Staðsetning skiptir t.d. afar miklu máli í atvinnugreinum eins og verslunarrekstri, fyrir veitingahúsa- keðjur og fyrirtæki sem byggja starfsemina á fyrirtækja- netum, sbr. flug- og skipafélög. Nokkur atriði varðandi stefnumótun í upphafsorðum bókar- innar Horft til framtíðar segir að stefnumótun sé gjarnan líkt við list; listina að skapa verðmæti fyrir fyrirtækið og hags- munaaðila þess. Stefnumótun fyrirtækja mun eflaust verða svo eftirleiðis en hér eru nokkur atriði sem hafa má í huga þegar unnið er að stefnu fyrirtækisins. Fjögur atriði i stefnu lifandi fyrirtækis: • Stefnumótun er ferli en ekki viðburður - aðlaga starf- semina að stefnunni. • Æðstu stjórnendur séu helstu hvatamenn í stefnu- mótunarferlinu. • Virkja starfsfólkið við mörkun stefnu (verður vandaðri og auðveldar innleiðingu). • Tengja stefnu við störf starfsmanna (hvað þý Þegar horft er fram á við ðir stefnan fyrir hvern starfsmann). Fjögur atriði sem ætti að forðast: • Setja talnagildi fyrir framtíðarsýn fyrirtækisins - á að ná til hjarta starfsmanna. • Ósamræmi í framtíðarsýn og markmiðum • Hlutverk fyrirtækisins skilgreint of þröngt • Skortir metnað í stefiiu. E' Panta má bókina á stefnumotun@torg.is 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.