Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 151

Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 151
Hér má kannski segja að bíllinn hæfi vel auglýsingunni auk þess að vera skemmtilega öðruvísi. „Ef markmiðið er að brjótast út úr vananum og ná athygli fólks með því, er ekki nóg að taka dagblaðsauglýsingu og setja hana á skilti á bfl.“ Boðið til veislu Bílar með auglýsinga- skilti eru þekktir um alla Evrópu og í Bandaríkjunum. Fyrirbærið er hins vegar tiltölulega nýtt hér á landi ennþá en virðist aetia að festast í sessi. Þannig má sjá fjöl- marga bíla á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um helgar og eru það gjarnan íýrirtækjabílar sem á eru máluð merki fyrirtækjanna. „Það er með þetta eins og annað, til þess að það virki þarf það að vera vel gert og má ekki vera sjoppulegt útlits," segir Magnús. „Þegar maður býður til veislu, vill maður jú gjarnan tjalda því besta og það sama gildir um auglýsingar. Það er ekki hægt að jafna saman auglýsingu sem Palli á bolnum í næsta húsi klastraði sam- an og málaði á bílinn og einhverju sem gert er af fagmennsku og hugsun, ekki frekar en hægt er að jafna saman fínni riijasteik og matarafgöngum. Þetta er spurning um hugarfar. Hugmyndin með umhverfisauglýsingum er að vekja athygli á einhverju og til þess að skilaboðin komist til skila þarf að vinna heimavinnuna, ekki bara setja eitthvað utan á bíl eða annað tæki, oft jafnvel aflóga eða óhreina bíla, og stilla þessu upp. Því hver eru skilaboðin til neytandans þá? Að fyrirtækið eigi bara gamla bíla eða leggi ekki meiri metnað í kynninguna?" stolið með leyfj Auðvitað vakna spurningar þegar 5-10 bílar eru farnir að vera við vegkantinn á gatna- mótum allar helgar. Valda þeir truflun á umferð? Hvað segja borgaryfirvöld? Er þetta leyfi- legt? Skilar þetta árangri? ,Ef markmiðið er að brjótast út úr vananum og ná athygli fólks með því, er ekki nóg að taka dagblaðsauglýsingu og setja hana á skilti á bíl. Við erum löngu orðin vön því að sjá bíla með alls konar textum og myndum akandi um bæinn og lagt hér og þar. Það þarf meira til að vekja verulega athygli. Ef auglýsa á pylsu með þessum hætti, má þá ekki eins búa til risastóra pylsu og láta bílinn aka með hana um bæinn í stað þess að mála mynd af pylsu? Það er miklu skemmtilegra og vekur talsvert meiri athygli en hitt sem jafnvel fer framhjá þeim sem eiga að sjá, einfaldlega vegna þess að þetta er of líkt öllu öðru. Stundum skortir kjark og stundum fé til að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt en þó eru mýmörg dæmi um frábærar hugmyndir. Það er t.d. hægt að líta til Richard Branson og hugmynda- auðgi hans varðandi flugfélagið Virgin Airlines. Hann gerir sér fyllilega grein fyrir þörfinni fyrir þvi að vera öðruvísi. Eitt dæmið eru salt- og piparstaukar sem farþegar á lúxusfarrými fá á matarbökkum sínum. Þeir eru í formi pínulítilla flugvéla og ef þær eru skoðaðar, sést áletrun sem segir: „This item was pinched from Virgin Airlines", því gert er ráð fyrir að far- þegar taki þetta með sér heim. Með þessu er ekki bara verið að ná athygli farþegans og minna hann á ferðina, heldur er líklegt að hann stilli baukunum upp þar sem gestir hans sjá þá og í hvert skipti sem einhver skoðar staukana, blasir nafn Virgin við og er þannig langtímaauglýsing." Auglýsingin hæfi fyrirtækinu Magnús segir sum vörumerki leyfa það og jafnvel sé ætlast til þess að umgjörðin líti út fyrir að vera ódýr. Dæmi um slíkt er Bónus vörumerkið. Það er engu að síður vel heppnað vörumerki og passað upp á það eins og dæmi sanna. „En auglýsingin eða kynningin verður að vera í takt við það sem í boði er og þann anda sem viðkom- andi fyrirtæki vill láta viðskiptavini sína finna. Ef þess er ekki gætt verður auglýsingin ótrúverðug og skilar væntanlega ekki þeim árangri sem til er ætlast." B!1 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.