Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 9

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 9
frá mörgum birgjum. Þannig sparast vinna við greiðslur auk þess sem útgjöldin færast sjálf- krafa á réttar deildir. Aukin sjálfvirkni sparar skráningarvinnu og minnkar villuhættu með nýtingu upplýsinga frá söluaðilum. Alltaf hægt að fylgjast með útgjöldum á IMetinu Færslusíða á Netinu veitir aðgang að yfirliti yfir útgjöld. Korthafi getur séð allar færslur á sitt eigið kort, deildarstjóri færslur á öll kort sinnar deildar og ijármálastjóri eða framkvæmdastjóri allar færslur á öll Innkaupakort fyrirtækisins. Einnig er hægt að flokka útgjöld eftir korthafa, söluaðila, landi, upphæð, færsluijölda og tegund birgja og skoða breytingar yfir tímabil svo fátt eitt sé nefnt. Fjármálastjóri eða gjaldkeri getur svo sent færslurnar frá færslusíðunni rafrænt yfir í bókhaldið. Einstæð yfirsýn yfir útgjöld fyrirtæk- isins eftir korthöfum, deildum og fyrirtækinu í heild auðveldar eftirlit með áætlunum. Öryggi með öflugri aðgangsstýringu Innkaupakort eru gefin út á starfsmenn sem hafa heimild til innkaupa fyrir fyrirtækið. Hvert kort er með mynd af starfsmanninum ásamt undirskrift hans. í upphafi er ákveðin úttektarheimild fyrir hvern starfsmann og hverja deild. Innkaupa- kortin eru síhringikort sem er nauðsynlegt til að fyrirfram ákveðnar heimildir haldi. Korthafi eða deildarstjóri geta fengið sendan tölvupóst eða SMS-skeyti þegar búið er að nota 90% af úttektarheimild eða í hvert skipti sem færsla berst á kortið en því er ekki framvísað. Auðvelt er að fylgja eftir samningum við birgja með því að stýra aðgangi á ákveðnar tegundir söluaðila eða jafnvel ákveðnar verslanir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur við Innkaupakorti íslandsbanka úr hendi Unu Steinsdóttur, útibússtjóra íslandsbanka í Kefla- vík. Reykjanesbær hyggst nota kortið í flestum sínum innkaupum, t.a.m. vegna mötuneyta skóla, leikskóla og stofnana. Frá kynningarfundi íslandsbanka. Fyrirtækið ehf.-rekstrardeild Innltnd htlmlld korts: 800.000 kr. Áslanil fwmlna : WUr v ísr»*'*íí»r tmtthr; BM frto ú« < «v«*r> LrhH l, lykOti trg Urt) Kortatimabil: [ SIÆBÍOOJ *j Raðað eltir dálkum: Daflíatnmg - og tnflinri dálkur » Fjoldi sýnllogni lylda: {ij^ 1 ^ Eftirfarandi skýrsla er fyrir korlalimabil 31.08 2003 Raðað eftir dálkum Oagselmng naáfesu ~~1 'Muvs að é 'Sfaí/e.fa' tH að Wtra bnrtngtr 3 nánar S.B-Z00) S.Í.Z00) S.8.Z00) nánar S.8.Z00) nánar 5.8.ZOO) S.8.Z00) 5.8.2003 á.SZOO) Samtals Crtpið og greitt Gnpið og grartt Gripið og grartt Crtplð p« oreitt Crtplð og greitt Cacða f«ðt ehf Nóatún Austurvert Garða f*ði ehf 3.03» 12010 D loiu I D 6S.3S7 Svona lítur færslusíða Innkaupakortsins út á Netinu. Góðar viðtökur Að sögn Bjarna hefur Innkaupakortið verið kynnt fyrir flölmörgum við- skiptavinum að undanförnu og verið vel tekið. Haldinn var ijölmennur kynningarfundur fyrir stór fyrirtæki í byrjun desember og hafa mörg þeirra tekið upp Innkaupakort í kjölfarið. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana hafa verið mjög fljótir að koma auga á kostina og hagræðið sem fylgir Innkaupakortinu og þurfa yfirleitt skamman tíma til að taka ákvörðun. SH KYNNING 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.