Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 90
Hofðaborg hin nýja, Borgartún 21. Höfðaborg hin nýja Eitt fyrsta húsið af hinum nýju stórhýsum við Borgartún er Höfðaborg, hús sem margar ríkisstofnanir fengu aðsetur í. Nafnið Höfðaborg hefur vakið athygli, ekki bara vegna þess að fremur óalgengt er að hús fái nafn, heldur einnig vegna þess hvert nafnið er. „Það lágu nokkrar ástæður fyrir þessari nafngift," segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins. „í fyrsta lagi er húsið byggt á svipuðum stað og íbúðahverfið sem nefnt var Höfðaborg og byggt var fyrir efnalitlar Ijölskyldur upp úr stríðinu. Einnig var verið að hugsa til þess að þetta er hús sem hýsir margar ríkisstofnanir. Ekki væri gott ef það væri t.d. kennt við einhverja eina þeirra og svo er húsið í næsta nágrenni við Höfða. Höfðaborg er og verður eitt af kennileitum borgarinnar hér eftir, enda er húsið áberandi í götumyndinni." 33 Gamla Höfðaborgin Aárum síðari heimsstyijaldarinnar höfðu bæjaryfirvöld í Reykjavík þungar áhyggjur af húsnæðis- og bygg- ingamálum höfuðstaðarins. Mikil húsnæðisekla var og fólk streymdi til bæjarins úr öllum landshlutum. í byijun september árið 1941 samþykkti bæjarstjórnin að hefja byggingu 100 bráðabirgðaíbúða og var flutt inn í þær fyrstu um jólaleytið 1941. Þetta var upphafið að Höfðaborginni. Ibúðirnar urðu samtals 104, einlyft timburhús, byggð í lengjum þar sem voru að jafnaði 4-6 íbúðir saman. í húsin fluttu stórar Jjölskyldur þó íbúðirnar væru litlar, þær stærstu um 39 fm að stærð. Árið 1942 bjuggu í Höfðaborg- inni nærri 600 manns. Þetta þótti þó lúxushúsnæði miðað við það sem margir komu úr. Haft var eftir ungri húsmóður: „Stofurnar eru sæmilega rúmgóðar og þótt við verðum hér sex í heimili held ég að það blessist," en hún var þá að flytja inn í tveggja herbergja íbúð skömmu fyrir jólin 1941. Eins og oft vill verða með bráðabirgðaúrræði, stóð Höfðaborgin mun lengur en áætlað var og var síðasta húsið ekki rifið fyrr en árið 1974. S3 (Heimild: Undir bárujárnsboga eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing). 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.