Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 50
SJÁVARÚTVEGUR VÍSIR „Vondu kallarnir“ í Grindavík Hann er alinn upp í bragga, brennur af áhuga á sjávarútvegi og getur endalaust talað um sjávarútveg og kvótamál í nútíð og framtíð. Maðurinn heitir Pétur Hafsteinn Pálsson og hann stýrir Vísi hf. í Grindavík. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Sjávarútvegurinn er þolinmæðisvinna, ekki áhlaup eða snögg vinna. Hann býður ekki upp á snöggan hagnað eins og margar aðrar greinar, að hluta til vegna þess að kröf- urnar eru aðrar og meiri en i öðrum atvinnugreinum. Sjávar- útvegurinn á að skila arði og halda uppi byggðinni í landinu. Þegar auðvelt er að reikna mikla hagræðingu er ekki hægt að framkvæma hana af pólitískum ástæðum meðan aðrar greinar þjappast saman um allt að 60% og komast upp með það. Stærsti iðnaðurinn í landinu er sjávarútvegur og það þykir alveg hræði- legt ef eitt félag nálgast 10% af kvótanum. Þetta gengur ekki til lengdar. Það er alveg augljóst að í framtíðinni verður látið undan kröfunni um hagræðingu. Islendingar láta ekki reka sig inn í torfkofana aftur. Fóik vill búa við þessi lífskjör sem það hefur í dag og þá mun þjóðin samþykkja hvað sem er og nánast reka sjávarútveginn út í harðar samþjöppunaraðgerðir. Sjávar- útvegurinn á að standa vörð um byggðaþróun, atvinnuupp- byggingu og skila arði. Krafan um arðsemi verður ofan á í fram- tíðinni. Tækniþróunin er ör og stjórnmálamenn og fólkið í landinu munu gefa eftir hvað varðar kröfur um að halda uppi atvinnu og byggð vítt og breitt um landið. Sjávarútvegurinn losnar úr þessari prísund á næstu 20-30 árum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Pólitíkin tefur framþróun Framtíðarsýnin er skýr. Hann telur pólitíkina telja framþróunina í sjávarútveginum en ekki ná að gera það mjög lengi. Láglaunastörfin muni óhjákvæmilega hverfa og í framtíðinni muni sjávarútvegurinn byggja á vel menntuðu tæknifólki. Þetta fólk velji sér búsetu á þéttbýlisstöð- um og því muni fyrirtækin elta fólkið utan af landi. A Islandi verði kannski tíu sjávarpláss í fjórum byggðakjörnum. I dag eru veiddar 2 milljónir tonna á Islandi, það geri 100 þúsund tonn á pláss. I dag sé til eitt skip sem veiði 100 þúsund tonn þannig að skipunum muni fækka verulega. Talið berst að Vísi. Vísir á 15 þúsund þorskígildi og segir Pét- ur að fræðilega sé hægt að vinna það á tveimur stöðum, 10 þús- und tonn í Grindavík og 5 þúsund tonn á Húsavík, þó að það sé ekki gert ennþá og ekki fyrirsjáanlegt að svo verði í nánustu framtíð. „Við erum ekkert öðruvísi en aðrir, þessi þróun tekur ákveðinn tíma. Við erum ekki ennþá komnir með þær vélar eða það vaktakerfi sem við þurfum. Fiskverð fer lækkandi og það er harðnandi samkeppni á mörkuðum. Við getum ekki gert ráð fyrir öðru en að fá minna verð út úr hveiju kilói í framtíðinni. Hvert er svarið við því? Stækkun eininganna og meiri framlegð og framleiðni í hverju fyrirtæki. Sjávar- útvegurinn verður áfram burðarásinn í íslensku efnahagslífi. Fyrstu 50 ár síðustu aldar vorum við að læra að veiða, síðustu 50 árin vorum við að læra að vinna fiskinn og næstu 50 árin lærum við að selja hann. Eftir 50 ár, árið 2050, verður ísland með örfá sterk sjávarútvegsfyrirtæki. Þau verða öll tækni- vædd með hálaunastörf á stað þar sem fólkið hefur valið sér búsetu. Svo mun vélaframleiðsla, framleiðsla á fiskvinnslu- og tæknivélum, eflast," segir hann. Slagurinn í markaðssetningu Aliar fisktegundir á íslands- miðum nema þorskur hafa hrunið í verði á síðustu tveimur árum og það segir Pétur umhugsunarefni. Rækjan hafi gengið afskaplega illa og því hafi Vísir tekið þann pól í hæðina að leggja saman krafta sína með Eskju. Veiðin hafi verið þokkaleg og það auki bjartsýnina, það sé alltaf fyrsta skrefið. Markaður- inn sé erfiður, verðið lágt en rækjan seljist og neyslan sé að aukast. Þá hafi ýsan lækkað um 50-70% á tveimur árum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna í ósköp- unum maður eigi að gera ráð fyrir því að þorskur haldist í verði. Kaupendahóp- urinn er að breytast, fara yfir í stórmarkaði og það er bullandi sam- keppni við 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.