Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 21
„í tísku að tala illa um viðskiptalítið" Nýlega var haldin ráðstefha Verslunarráðs vegna nýrra leiðbeiningar Verslunarráðs og Kauphallarinnar um stjórnarhætti í fýrirtækjum. Olafur B. Thors stýrði pall- borðsumræðum og þar sagði hann að viðskiptalífið hefði átt undir högg að sækja gagnvart almenningi og „í tísku væri að tala illa um viðskiptalífið". En það er ekki bara í tísku af hálfu almennings að tala illa um viðskiptalifið heldur hefur það einnig færst mjög í vöxt hjá sljórnmálamönnum. Og ofiar en ekki hefur sú umræða snúist um siðferði - m.a. í tengslum við ofurlaun forstjóra - fremur en fákeppni og hringamyndun. Davíð drjúgur í gagnrýni sinni Davið Oddsson forsætisráð- herra hefur verið dijúgur í gagnrýni sinni. En segja má að flestir þingmenn á Alþingi hafa lýst yfir áhyggjum af ofurvaldi viðskiptablokkanna og samþjöppun í efnahagslífinu. Það er athyglisvert að þetta gerist á sama tíma og ffelsisvindar hafa leikið um viðskiptalífið og flestir hafa haldið að menn tækju þeim vindum fegins hendi. Svo virðist sem menn hafi búið sér til eftirfarandi rök fýrir lögum gegn hringamyndun: Að frelsið hafi á skömmum tíma breyst í ófrelsi. Að samkeppnin hafi breyst í einokun. Að ein- okunin komi niður á öllum almenningi. Ergó: Það verður að krukka í markaðsöflin og ákveða hvað hver og einn megi vera stór á markaði og eiga í óskyldum rekstri. Ekhi Öfundsverð nefnd Þeir eru ekki öfundsverðir sem sitja í nefndinni sem Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, hefur skipað um „stefnumótun íslensks viðskiptaum- hverfis" - hvað sem sú stefnumótun merkir. I daglegu tali er þetta nefndin sem undirbýr lög gegn hringamyndun og veldi viðskiptablokkanna. Formaður hennar er Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Islands. Nefndinni er ætiað að fjalla um það hvernig bregðast megi við aukinni samþjöppun og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig að viðskiptalífið sé „skilvirkt og njóti trausts". Nefndinni er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en 1. september næstkomandi. Hvað kemur út úr nefndinni? Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr nefndinni - og hvað í raun getur komið út úr henni. A að hefla nornaveiðar, beita sektarheimildum og leggja til að fýrirtækjum verði skipt upp? Á að leggja til að sett verði upp kvótakerfi, höft og hömlur í öllum greinum atvinnulífsins og markaðshlutdeild ákveðin? Hvað mega sömu menn eiga í mörgum fýrirtækjum? Mega þeir bara starfa í ákveðnum atvinnugreinum? Verður lagt til að fýrirtækjum með 40% til 50% markaðshlutdeild verði skipt upp? Þær eru margar spurningarnar sem nefndin mun spyija sig. Það verður erfitt verk að skrifa þessa „hringadrottins- Ruglingur félagsmálaráðherra? w Arni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á Iðnþingi í mars: „Er það eðlilegt að einstakir viðskiptabankar veiji mestum kröftum sínum og fjármunum, jafhvel með stórkost- legum erlendum lántökum, í að brytja niður lýrirtæki í íslensku viðskiptalífi, til hagnaðar fýrir sjálfan sig? Er það tilgangur þeirra?“ Engum duldist að þarna var Árni að skjóta á Lands- bankann og félagana í Samson fýrir að skipta upp dótturfélagi Eimskips, Brimi, og selja helstu eignir þess, UA, HB, Skag- strending og Boyd line. Árni var að vísu spurður um hvaða íýrirtæki hann ætti við. Hann svaraði þvi ekki og sagðist telja að best væri að ræða almennt um þetta. En takið eftir. I sömu ræðu gagnrýndi Árni að verslunar- og þjónustufýrirtæki hefðu stækkað gífurlega og að völd þeirra gagnvart smærri fýrirtækjum, ekki síst smærri fram- leiðslufýrirtækjum, væru mikil. Hann sagði þræðina liggja svo víða að helst minnti á „vef risavaxinnar köngulóar“. „Þessi fýrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hveijir fái lifað og hveijir skuli deyja,“ sagði Árni og átti augljóslega við Baug. Hér vekur það athygli að Árni gagnrýnir að stóru fyrirtæki skuli skipt upp, þ.e. „brytjað niður“ og einingarnar seldar til smærri fyrirtækja, um leið og hann gagnrýnir að fyrirtæki séu orðin svo stór að líkja megi þeim við risavaxinn köngulóarvef. Hefði Árni ekki átt að vera feginn þvi að fýrirtæki væri „brytjað niður“ fýrst hann hefur áhyggjur af of stórum fýrir- tækjum? Það verður fróðlegt að fylgjast með handaganginum í öskjunni þegar lögin gegn hringamyndun verða sett og hafist verður handa við „að brytja niður fyrirtæki“ af fullum krafti. Árni sagði ennfremur að ekki „valdi allir því hlutverki sem þeim hefur verið falið eða þeir hafa tekið að sér. Það eru merki um hringamyndun í viðskiptalífinu, og umsvif ein- stakra aðila í atvinnulífinu eru að mínu mati að minnsta kosti á mörkum þess að standast siðferðilega mælikvarða". [£] 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.