Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 51
R. IÁVARÚTVEGUR VÍSIR
alls konar matvæli. Fiskurinn okkar er ekkert sérstakari en
annar fiskur nema að því leyti að við kunnum betur að með-
höndla hann og markaðssetja. Slagurinn á næstu 50 árum
verður í meðferð og markaðssetningu."
- Hvað eruð þið að gera á þeirn vettvangi?
„Fara í samstarf við Samheija á öllum sviðum rekstrarins. SIF
hefur selt nánast allar okkar afurðir fram að þessu. Við erum að
breikka okkar kaupendahóp. Við höfurn selt ferska ýsu inn á
Bandaríkjamarkað og byggt þar upp sambönd en ég held að
markaðsstarf þurfi að vera unnið af öflugum aðilum. Við erum
of litlir til að stunda markaðsstarf einir og sér. Framleiðsluvör-
ur okkar eru viðbót við vörur Samhetja. Vísir og Samheiji fara
í sameiginlega á útgerð á skipum og við nýtum þannig veiði-
heimildir beggja félaga. Svo er þróunarstarf margs konar, sam-
hæfing verka. Farið verður í þessa vinnu í sumar og menn verða
tilbúnir með útfærsluna í haust en við erum samt byijaðir í sam-
starfi í sölu á ferskum fiski í Bretlandi og veiðisamstarfi og
erum að ganga frá kaupum á hlut í sölulýrirtækinu Seagold í
Bretlandi þannig að aðgerðir okkar beinast að þvi að breikka
kaupendahópinn."
Til gamans má geta þess að Vísir hefur einmitt nýlega
gengið frá sölusamningi við stórmarkað í Bandaríkjunum sem
hefur 4.000 vörumerki á boðstólum í 320 verslunum. Um nokk-
urs konar klúbb er að ræða þar sem viðskiptavinir þurfa að sýna
félagaskirteini til að geta verslað. Fyrst um sinn er um tilrauna-
REKSTRARTÖLUR ÁRIÐ 2003
Nettóuelta 4,6 milljarðar með rækjunni, þar af 3,4 milljarðar í
bolfiskinum.
EBITDfl 820 milljónir króna, 790 milljónir ef rækjan er tekin
með í reikninginn.
Framlegð 24%.
Skuldir Vísis nema 6 milljörðum króna.
EIGIMIR UÍSIS
Uísir hf. í Grindavík (84% í eigu fjölskyldunnarl á:
100% í Búlandstindi á Djúpavogi.
95% í Fjölni á Þingeyri.
99% í Fiskiðjusamlagi Húsauíkur.
50% í hausauerksmiðjunni Haustaki á Reykjanesi.
Á einnig hlut í Seagold Ltd. í Bretlandi.
40% í rækjufyrirtækinu íshafi.
STARFSMEAIN
Starfsmenn eru 320-330 í samstæðunni allri.
Grindauík: 50 starfsmenn í verkun, útgerð og stjórnun.
Djúpauogur: 30-40 (fer upp í 60 á síldarvertíð á haustin).
Þingeyri: 30
Húsauík: 40-45.
Rækjuuerksmiðjan: 40.
SJÓMENNIRNIR eru um 100 talsins, 14 stöðugildi á sex
skipum.