Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN - FÁKEPPNI OG HRINGAMYNDUN SJÖ SAMSTEYPUR: ÍSLENSKII sögu“ og finna töfralausnir til að „koma á virkri samkeppni" með handafli og þróa reglur svo viðskiptalífið „njóti trausts“. Þannig að aftur komist á frelsi fyrir alla á Islandi en ekki bara fyrir fáa útvalda?! Hafa bær ekki staðið Sig í Stykkinu? Tvær stofnanir hafa eftirlit með viðskiptalífinu og eiga að sjá til þess að virk sam- keppni ríki og að menn hagi sér eftir „settum, traustum reglum". Þetta eru Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið. Hvers vegna að setja sérstök lög gegn hringamyndun þegar þessar stofnanir eru til staðar? Hafa þær ekki staðið sig í stykkinu? Oft er umræða um viðskiptalífið og völd óljós og ber keim af því að málum sé ruglað saman. Er t.d. verið að rugla fákeppni og hringamyndun saman við fyrirferð bankanna sem sókndjarfra fjárfesta sem kaupa í hverju fyrirtækinu af öðru? Er verið að rugla fákeppni saman við margra mánaða umræðu um að kínamúrar bankanna séu hriplekir? Hjálmar Árnason: 20% markaðshlutdeild Hjálmar Árnason alþingismaður skrifaði á dögunum grein í Morgunblaðið um fákeppnina á Islandi. Þar sagði hann: „Matur er eitthvað sem allir verða að kaupa. Fyrir um 15 árum voru nokkuð margir aðilar á þessum markaði. Samkeppni þeirra í millum var hörð og kom neytendum til góða...I dag eru aðeins örfáir kepp- endur eftir á íslenskum matvörumarkaði. Og einn þeirra drottnar yfir meira en helmingnum...í matvörunni hafa þessir aðilar því kjör og líf fólksins í landinu í hendi sér. Þeir mokgræða enda samkeppnin engin...Við hljótum að skoða hvort ekki sé ástæða til að endurskoða samkeppnislög með það í huga að enginn verði stærri en 20 til 25% á markaði." Síðan leggur Hjálmar fram þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að samvinnufélögin verði endurvakin. Erlendir heildsalar „áttu ísland" Þetta er afar athyglisverð niðurstaða hjá þingmanninum og ljóst að mikið blóðbað bíður á matvörumarkaðnum. En yfirleitt hefur umræðan gengið út á að matvöruverð hafi lækkað verulega að raun- virði frá árum áður vegna hagræðingar í innkaupum mat- vöruverslana. Fyrir um fimmtán árum var það hluti af vöruverði í landinu að heildsalar í Danmörku og annars staðar á Norður- löndunum „áttu“ ísland og fengu þóknun af viðskiptum til landsins. Þetta kerfi hefur verið brotið á bak aftur á síðustu árum af stórmörkuðunum sem öðrum verslunum. Almennt er talið að mismunur á vöruverði á Islandi og í öðrum löndum hafi jafnast verulega á síðasta áratug þó að það verði ævinlega hærra á Islandi vegna flutningskostnaðar til landsins. Þetta hefur meðal annars sýnt sig í því að áður þekktar „innkaupaferðir almennings til írlands og Skotlands" þykja ekki borga sig lengur. Vandi þingmanna sem annarra við að setja lög gegn hringamyndun og fákeppni er sá að það eru neytendur sem gera fyrirtæki stór. Það eru neytendur sem ákveða stærð fyrirtækja. 55 r Islensku auðhringarnir eru sjö talsins, að mati Fijálsrar verslunar. Þetta eru einfaldlega viðskiptablokkirnar margnefndu. Samsonarhópurinn, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor og Magnús Þorsteinsson, er þeirra ríkust. Þetta eru eignatengslin: Samson-Pharmaco-Landsbanki- Burðarás-Flugfélagið Atlanta-Edda útgáfa og áfram mætti telja. Veldi Baugs teygir anga sína víða hérlendis. Hagar eru að stærstum hluta í eigu Baugs, en Hagar eru með um 50% af matvörumarkaðnum. Baugur leggur núna mesta áherslu á Bretland. Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Hannes Smárason teljast núna sem viðskiptablokk eftir kaupin á ráð- andi hlut í Flugleiðum. Þeir Olafur Olafsson í Samskipum og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, eru foringjar S-hópsins sem keypti Búnaðar- bankann og yfirtók nýlega SÍF. Samherji og Kaldbakur HÆTTA Á FERÐUM: Viðskiptaveldi hyggð upp með lánsfé Viðskiptablokkirnar eru misjafnlega ríkar og skuldugar. Ljóst er að útþensla margra og yfirtökur á fyrirtækjum byggjast á lánsfé. Nú ber svo við að bankarnir og viðskipta- lífið eru illa undir það búin ef gengi krónunnar fellur. I grein hér annars staðar í blaðinu bendir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla íslands, á að erlendar skuldir hafi verið 36% af vergri landsframleiðslu árið 1980 en í lok síðasta árs hafi hlutfallið verið komið í 150%. Gylfi er raunar formaður nefndar viðskiptaráðherra sem er að skoða hringamyndun og samþjöppun valds í viðskiptalífinu. Verði viðskiptalífið og viðskiptablokkirnar fyrir skelli vegna gengisfalls krónunnar sem aftur leiðir til ljöldauppsagna verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi og hversu harkalega eigi að hjóla í viðskiptasamsteypurnar. Þá leysist kannski valdaumræðan af sjálfu sér. 55 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.