Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 33
Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri Hugar.
flllir íslenskir bankar nota hrað-
bankahugbúnað frá Hug.
I dag eru 450 fyrirtæki á Islandi að
nota tímaskráningarkerfið Bakvörð.
Eftir 18 ára starfsemi í Kópavogi flutti hugbúnaðarfyrirtækið Hugur
nú nýuerið til Reykjauíkur, nánar tiltekið í glæsilegt húsnæði að
Grjóthálsi 5 sem í daglegu tali er kallað fissurarhúsið. Þessi flutn-
ingur kemur í kjölfar kaupa Kögunar hf. á Hug, en sem kunnugt er keypti
Kögun hf. fyrirtækið í árslok 2003.
Sterk staða
„Það leggst vel í okkur að vera orðin hluti af Kögunarfjölskyldunni," segir
Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri Hugar. „Eftir erfiðan rekstur nokkur
síðustu ár varð viðsnúningur á rekstri Hugar árið 2003 og er fyrirtækið
nú rekið með hagnaði. Þennan árangur má helst skýra með bættri verk-
efnastöðu á heimamarkaði, góðum árangri erlendis svo og innri endur-
skipulagningu. Með kaupum Kögunar styrkist staða Hugar enn frekar og
það eru bjartir tímar framundan." Hjá Hug starfa nú um 80 manns og er
Hugur með starfsstöðvar víðar en í Reykjavík. Á Akureyri starfa 7 manns,
einnig er starfsstöð í Vestmannaeyjum og stefnt er að opnun nýrrar
stöðvar á Austurlandi á árinu. Meðal stærstu viðskiptavina Hugar eru
fyrirtæki á borð við Delta, Pharmamed, Samskip, P. Samúelsson, Ossur,
□Igerð Egils Skallagrímssonar, Vífilfell, Nóa-Síríus, Norðlenska kjötborðið,
Símann, ásamt öllum olíufélögunum, álverunum og bönkunum.
Rótgrónar vörur
„Hugur hefur í rúmlega tvo áratugi verið traustur samstarfsaðili íslenskra
fyrirtækja. Vörur okkar eru annars vegar viðskiptalausnir þar sem við
bjóðum bæði okkar eigin lausnir í tímaskráningum og viðskiptahugbúnaði
og hins vegar vörur frá Microsoft Business Solutions," segir Páll.
Tímaskráningarkerfið Bakvörður er ein elsta lausn Hugar og í dag eru
um 450 fyrirtæki á íslandi að nota kerfið. Viðskiptahugbúnaðurinn
Ópusallt er einnig þróaður af Hug. Það eru sjálfsagt margir sem kannast
við þann hugbúnað enda nota um 600 aðilar Ópusallt.
Vörustjórnun og vöruhúsalausnir
„Við sérhæfum okkur í vörustjórnun og vöruhúsalausnum. Hugur hefur
mikla reynslu af þróun vörustjórnunarlausna sem falla að Axapta og XAL
frá Microsoft Business Solutions," segir Páll.
„Einn mikilvægasti þátturinn í vörustjórnunarkeðjunni er vöruhúsið
sjálft og þar hefur Hugur þróað hugbúnaðarlausn sem ber heitið OWAS
- vöruhúsakerfi. OWAS tekur á öllum helstu verkferlum í vöruhúsi og er
upplýsingatæknin nýtt til hins ýtrasta til að ná fram hagræðingu.
Ávinningur af lausninni er margþættur en aðallega sá að með fullkominni
yfirsýn og rekjanleika er hægt að halda fjárbindingu í birgðum í lágmarki.'1
Fjölbreyttar sérlausnir
Jafnframt er stór hluti af starfsemi Hugar útfærsla sérlausna af ýmsu
tagi, allt frá smáum lausnum upp í viðamikil kerfi fyrir fjármála- og
tryggingafyrirtæki. „Hjá okkur er um 20 manna hópur sem eingöngu
vinnur að slíkum verkefnum," segir Páll. „Nýverið gekk Hugur frá sam-
starfssamningi við Edlund A/S, danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í
lausnum fyrir tryggingafélög og lífeyrissjóði, þess efnis að Hugur selji og
þjónusti lausnir Edlund á íslenskum markaði." Nú þegar er hafin fyrsta
innleiðing á lausninni hjá íslensku tryggingafélagi. Til gamans má svo
nefna að mest notaða lausn fyrirtækisins er án efa hraðbankalausn
Hugar en hún keyrir á öllum hraðbönkum í landinu. Má því ætla að flestir
landsmenn noti reglulega hugbúnað frá Hug.
Bætum samkeppnisstöðu viðskiptavina
„Þjónusta okkar og lausnir miðast ávallt við þarfir viðskiptavina og við
leggjum höfuðáherslu á að kynnast þörfum þeirra svo að allt gangi vel
upp og sem bestur árangur náist. Markmið okkar er að flétta saman
lausnir og umfangsmikla viðskipta- og tækniþekkingu til að bæta sam-
keppnisstöðu viðskiptavina okkar," segir Páll. „Við sjáum nú sífellt fleiri
viðskiptavini horfa til aukinnar arðsemi af fjárfestingu í lausnum okkar.
Þegar lagt er í fjárfestingu til þess að auka framleiðni og bæta sam-
keppnisstöðu er mikilvægt að skilgreina hver endanlegur ávinningur á að
vera og meta út frá því kostnað við innleiðingu lausna."
Erlendir markaðir
Hugur hefur vakið áhuga erlendra aðila á vörustjórnunar- og tímaskrán-
ingalausnum sínum og eru fjölmargir erlendir samstarfsaðilar Hugar að
kynna og selja vörur fyrirtækisins. Nýjasta dæmið um það er innleiðing á
OWAS - vöruhúsakerfi hjá framleiðslufyrirtækinu Tissco í Flórída.
„Við höfum flutt talsvert út af hugbúnaði okkar. Aðilar í Oanmörku,
Noregi, Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum hafa valið
hugbúnað okkar til sölu á sínum mörkuðum. Við sjáum þennan þátt starf-
seminnar vaxa og dafna í framtíðinni," segir Páll.
Mikilvægi hugbúnaðariðnaðar
„(slenski upplýsingaiðnaðurinn hefur alla burði til að stórauka verðmæta-
sköpun í landinu, það er mjög mikilvægt að stjórnvöld og ráðamenn þjóð-
arinnar fari að átta sig á þessum tækifærum," segir Páll. „Nágrannalönd
okkar hafa náð miklum árangri á þessu sviði og við þurfum að taka okkur
verulega á til að dragast ekki aftur úr þessum þjóðum. Það er hug-
búnaðarfyrirtækjum og þeirra vörum að þakka hversu mörg fyrirtæki hafa
getað straumlínulagað rekstur sinn og náð miklum árangri í hagræðingu.
En enn er margt ógert í þeim efnum." H!1
HUGUR
Grjótháls 5-110 Reykjavík
Sími 540 3000 • Símbréf 540 3001
KYNNING
33