Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 36
ÚTTEKT KEA
GÖMLU KEA FYRIRTÆKIN
HÚTEL KEA
í i a. ■» vi.ipfc j * ■ jf® ii' ■ ] t ;
Hótel Kea. Kea er bæði búið að selja reksturinn og fast-
eignina.
Kea hætti að reka Hótel Kea 31. desember 1997 og Fosshótel
tók við rekstrinum. Nú reka hótelið þeir sömu og eiga veit-
ingastaðinn Greifann á Akureyri og hafa þeir einnig keypt
fasteignina.
BYGGINGAVÖRUDEILD
Byggingavörudeild Kea sem sameinaðist Húsasmiðjunni.
Byggingavörudeild Kea var seld Húsasmiðjunni árið 1999.
Kea fékk hlutabréf í Húsasmiðjunni og þau voru seld árið
2000.
APÚTEK
I I I II M i i i i
Apótekarinn, áður Stjörnuapótek, í göngugötunni á Akur-
eyri.
Stjörnuapótek rann inn í keðjuna Lyf og heilsu og Kea fékk
helmingshlut í keðjunni sem var seldur haustið 2003.
MATVÖRUUERSLANIR
Matvöruverslanir Kea voru 10 -12 á Akureyri þegar mest var
og svo í bæjunum út með Eyjafirði. Þessi starfsemi samein-
aðist Kaupfélagi Þingeyinga undir nafninu Matbær. Matbær
sameinaðist svo Samkaupum, þ.e.a.s. verslunum Kaupfélags
Suðurnesja. Við sameininguna breyttist nafnið í Samkaup.
Kea og síðar Kaldbakur átti helming í Samkaupum en sá
hlutur var seldur sl. haust.
:
___________________ _________________________—
Eini starfsmaður Kea
Andri Teitsson, kaupfélagsstjóri Kea. Hlutverk kaupfélags-
stjórans og staða hans í samfélaginu hefur breyst gríðar-
lega á undanförnum árum en kaupfélagsstjórinn var hér
áður fyrr einn af þremur valdamestu mönnum samfélagsins
fyrir norðan. Hvað gerir kaupfélagsstjórinn í dag? „Hann
opnar póstinn, svarar í símann og passar peningana."
Myndir: Geir Ólafsson
inn og vísar þar til umræðunnar um Spron í fyrra. ,Að sumu
leyti er Kea eins og íjárfestingafélag með mikla peninga í
verðbréfum. Að öðru leyti er það eins og góðgerðafélag.
Menningar- og viðurkenningarsjóður okkar úthlutar um 60
styrkjum á ári, 12 milljónum króna. Þar fyrir utan veitum við
10-12 milljónir í alls kyns styrki þannig að samtals fara um 25
milljónir á þessu ári til alls kyns menningarmála og góð-
gerðamála á félagssvæðinu sem er Eyjaijörður og Þingeyjar-
sýslur."
Harðnaði á dalnum Kea hefur gengið í gegnum griðar-
legar breytingar á síðasta áratug. Á tíunda áratugnum sáu
menn að það gekk ekki nógu vel að vera með svona stórt
kaupfélag í alls konar starfsemi. Frá 1996-1997 jukust
36