Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 12
Myndir: Geir Ólafsson
Stjórnendur og stjórn KB banka á aðalfundinum.
AÐALFUNDUR KB BANKA
ðalfundur KB banka var haldinn
■ ■nýlega og var þá meðal annars sam-
^T^jykkl tillaga um að bjóða Sigurði
Einarssyni, starfandi sljórnarformanni KB
banka, og Hreiðari Má Sigurðssyni
forstjóra kauprétt á 812.000 hlutum í
bankanum árlega í fimm ár. Samhliða
þessu var tvímenningunum veittur sölu-
réttur sem ver þá iyrir mögulegu tapi. Ekki
var gerður kaupréttarsamningur við Sólon
Sigurðsson, sem er forsljóri KB banka
ásamt Hreiðari þar sem Sólon hyggst
hætta í lok þessa árs. 33
Sólon Sigurðsson, forstjóri KB banka,
lýsti því yfir á aðalfundinum að hann
myndi hætta í lok þessa árs.
Kjartan Páll Einarsson, útibússtjóri KB
banka í Stykkishólmi, Hjörleifur
Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, og
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS.
Þau Thomas Möller, framkvæmdastjóri Thorarensen-Lyfja,
Ólöf Sigurðardóttir markaðsfulltrúi, og Þyri Þorsteinsdóttir,
markaðsstjóri Janssen-Cilag, halda á lyfsöluleyfinu sem kon-
ungur Danmerkur og íslands veitti Stefáni Thorarensen 1919.
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur við viður-
kenningum íslensku ánægjuvogarinnar úr hendi Brynhildar
Bergþórsdóttur frá Stjórnvísi.
Bætt líðan í 85 ár
Ánægja með Ölgerðina
Thorarensen-Lyf hafa fagnað 85 ára starfsafmæli fyrir-
tækisins sem á rætur að rekja allt til ársins 1919 að Stefán
Thorarensen apótekari í Reykjavík hóf innflutning og
dreifingu á lyfjum og ýmsum vörum öðrum sem þá voru
seldar í apótekum. Síðar hóf Stefán framleiðslu á lyijum og var
hann brautryðjandi á því sviði á íslandi. Q!1
Olgerðin Egill Skallagrímsson kemur best út í mælingu
íslensku ánægjuvogarinnar þriðja árið í röð. Ölgerðin
hlaut 80,4 stig sem er besta mæling ánægjuvogarinnar
til þessa. Ölgerðin hafði mikla yfirburði í flokki framleiðslu-
fyrirtækja. Ölgerðin nýtur umtalsverðrar ánægjuaukningar
milli ára en í fyrra mældist hún með 77,3 stig. ffl
12