Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 23
FORStÐUGREIN - FÁKFPPNI OR HRINGAMYNDUN AUÐHRINGARNIR með þá Eirík S. Jóhannsson og Þorstein Má Baldvinsson teljast viðskiptablokk. Þá teljum við KB banka og íslands- banka sem sjálfstæðar viðskiptablokkir vegna ijárfestinga þeirra í fyrirtækjum. Foringi KB bankans er Sigurður Einarsson stjórnarformaður en bræðurnir í Bakkavör, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, eru atkvæðamiklir í eigendahópi bankans. Þá kemur fjöldi annarra auðmanna við sögu þegar rætt er um „auðmenn íslands" og hvort þeir hafi tekið völdin. Hluta- bréfamarkaðurinn hefur gert þúsundir íslendinga ríka. Margir þeirra sitja í aftursætinu hjá viðskiptablokkunum og hafa hagnast með þeim. Engu að síður eru holdgervingar auðhringanna þó fyrst og fremst feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson sem og Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. HH ÍSLENSKU VIÐSKIPTASAMSTEYPURNAR Samson og Landsbankinn Baugsveldið S-hópurinn Samherji og Kaldbakur Býkoveldið KB banki íslandsbanki UMRÆÐAN: Á persónulegum nótum? Mörgum hefur þótt umræðan um auðmenn, fákeppni og hringamyndun vera of mikið á persónulegum nótum og það skemmi fyrir henni. Augljósir stirðleikar eru á milli for- sætisráðherra og þeirra Baugsfeðga bæði hvað varðar matvöru- markaðinn en ekki síður fjölmiðlamarkaðinn og innkomu þeirra í Norðurljós. Þá hefur engum dulist hugur forsætisráð- herra til Sigurðar Einarssonar forstjóra KB banka. Að sama skapi finnst mörgum sem forsætisráðherra mætti vera ber- orðari gagnvart þeim félögum í Samson, helstu eigendum Landsbankans, ef hann ætlaði að vera samkvæmur sjálfum sér - þótt gagnrýni hans í garð allra bankanna vegna fyrirferðar þeirra og ákafa sem tjárfesta hafi ekki farið fram hjá neinum. Þá hefur ýmsum þótt sem framsóknarmenn gagnrýni Baugsfeðga og félagana í Samson meira en foringja annarra valdablokka, eins og foringja S-hópsins, þá Olaf Olafsson, starfandi stjórnarformann Samskipa, og Finn Ingólfsson, for- stjóra VÍS. Mörgum finnst sem Samfylkingarmenn séu býsna mildir í garð þeirra Baugsfeðga vegna skoðunar Davíðs á þeim. Fannst mörgum sem þetta kæmi upp á yfirborðið í frægri ræðu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur í Borgarnesi, m.a. um Baug og Kaupþing. Engu að síður hefur Össur Skarphéðinsson verið harðorður um þá Baugsmenn og er skemmst að minnast uppi- stands, sem hann efndi til í byijun árs 2002 á Alþingi, þegar hann sagði að „stóru verslunarkeðjurnar í landinu hefðu í skjóli einokunar keyrt upp matarverð og að hreðjatak þeirra á mark- aðnum hefði kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur." Ásgeir Frið- geirsson, varaþingmaður Samfylkingar, skrifaði hins vegar grein í byijun ársins undir yfirskriftinni: „Þurfum við Baugs- lög?“ Þar sagði Ásgeii" „Samfylkingin þarf að koma í veg fýrir að forsætisráðherra geri Alþingi að vettvangi og vopni í einka- máli sem hann rekur gegn svörnum óvildarmönnum sínum í íslensku atvinnulifi. Slikt kemur aðeins niður á starfsumhverfi fyrirtækja á íslandi og virðingu hins háa Alþingis." HO » í Viö hjálpum þér að láta það gerast ► Síminn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.