Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 47

Morgunn - 01.12.1965, Page 47
MORGUNN 125 veitir honum algjöra fullvissu. Þessari reynslu getur verið ómögulegt að lýsa fullkomlega með orðum, og því örðugt að koma öðrum í skilning um hana. En eigi að síður er hún fyrir þann, sem reynir, óyggjandi sannleikur, sem hann ef- ast ekki um fremur en um það, að hann sé sjálfur lifandi maður. Eina vitnið, sem hann getur leitt fram reynslu sinni til sönnunar, er einkum sú breyting, sem á honum sjálfum hefur orðið við slíka trúarreynslu. Ennfremur er það harla eftirtektarvert, að þeir menn, er slíkrar reynslu hafa orðið aðnjótandi, skýra frá henni þannig, að hún er í verulegum atriðum eins, enda þótt þeir, sem fyrir henni hafa orðið, hafi lifað við hin ólíkustu kjör og á ýmsum öldum. Sann- leikur þessarar tegundar er og ekki fenginn með aðstoð skynfæranna, svo sem á sér stað um vísindalegan sannleika. Hann berst til þeirra beina leið, vitrast sái þeirra sem op- inberun. Gagnrýni Irúarinnar á vísindin. Gagnrýni trúarinnar á vísindin er einkum í því fólgin, að efnishyggjuvísindin taki ekki nægilegt tillit til allra þátta mannlegrar reynslu, og að vaxandi sérhæfing vísindamann- anna geri það að verkum, að þeir séu ekki hæfir til að gera sér neina heildarmynd af tilverunni. Efnishyggjumaður er að minu viti sá, sem heldur því fram, að þeir hlutir einir, sem við skynjum með skynfærun- um, séu hinir einu raunveruiegu. Allt sé efninu háð og bund- ið, þar á meðal mannshugurinn eða andinn. Ekki eru allir visindamenn efnishyggjumenn, og þeim fer sennilega smátt og smátt fækkandi. En meiri hluti vísindamanna eru efnis- hyggjunni fylgjandi, eða hafa að minnsta kosti verið það. Og þetta hefur haft sín áhrif á afstöðu almennings. Hið trú- arlega viðhorf felur aftur á móti í sér sannfæringu um það, að til sé andlegur veruleiki, sem sé öilu æðri og meiri. Manns- sálin sé raunsannur veruleiki. Hún sé engan veginn gjörháð efninu, heldur eigi sína sjálfstæðu tilveru. Efnishyggjumaðurinn, sem heldur því fram, að hið eina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.