Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 54

Morgunn - 01.12.1965, Page 54
132 MORGUNN electrónur, nevtrónur o. s. frv. Og hann trúir því, að úr þeim séu öll frumefnin gjör, rúmlega níutíu að tölu. Efniseindirn- ar eða atómin hafa hver um sig sína sérstöku eiginleika og einkenni, sem ekki eru fyrir hendi í þeim öreindum, sem þær eru samsettar af. Hér kemur því fram eitthvað algjör- lega nýtt, er virðist eiga uppruna sinn í samstillingu og samstarfi öreindanna innan atómsins. — Ef við nú höldum áfram og athugum hinar svonefndu sameindir (molecules) hinna samsettu efna, þá hafa þau einnig sín sérkenni, sem ekki finnast í atómum þeim, sem þær eru samsettar af. Sé haldið áfram lengra á þessari braut og rannsakaðar hinar lifandi frumur eða sellur, þá hafa einnig þær eiginleika, sem ekki eru fyrir hendi í þeim atómum, sem þær eru byggðar úr, heldur koma fram við tengsli og samstarf. Sama verður uppi á teningnum, þegar athuguð er hin flókna og samsetta bygging mannlegs likama. Einkenni hans sem heildar eru önnur en hinna einstöku líffæra. Hinar stóru heildir fela jafnan í sér annað og meira en hinir einstöku hlutar þeirra til samans, vegna þess að sjálf tengslin fela í sér nýja eigin- leika, sem þá fyrst koma í ljós. Við hina vísindalegu sundur- liðun og sundurgreining sérfræðinganna, þurrkast einkenni hinna stóru heilda út í æ ríkara mæli þannig, að þær hverfa sjónum þess, sem einbeitir sér að því smáa. Efnishyggjan er ein tegund þeirrar ófuilkomnu og röngu skoðunar, að með því að skilja hið smáa, getum við einnig skilið hið stóra, og að heildin sé i raun og veru ekkert annað né meira en allir einstakir hlutar hennar til samans. Veilurnar í þessu ættu að vera hverjum manni augljósar. Ef við viljum reyna að skilja tilgang tilverunnar og leita svars við hinum dýpstu gátum hennar, þá verðum við að velja hinn hæsta sjónarhól, sem unnt er að fá, til yfirsýnar yfir hina miklu heild. En af því leiðir, að áreiðanlegustu svörin sé að finna hjá þeim fáu útvöldu, sem eiga það innsæi og þann andlega þroska, sem sameinast í sál þess, sem er í senn mikill spekingur og helg- ur maður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.