Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 9
MORGUNN
3
heiminn, að ég beri sannleikanum vitni,“ ef kirkja hans tekur
að óttast rannsóknir af þessu tagi, og forðast að gaumgæfa
málefni sálarinnar, sem meistarinn taldi mestu varða af öllu.
Hvað kemur kirkjunni meira við?
Sannast að segja er þessi hræðsla kirkjunnar manna í
ýmsum löndum við sálarrannsóknir stórfurðuleg, og sýnir
ekki annað en það, hvað langt fulltrúar trúarbragðanna geta
villzt burt frá sínu rétta viðfangsefni og hversu fáránlega
þeir geta misskilið sitt eigið hlutverk. Meira vit væri í að
spyrja, hvaða mál kirkjunni gæti komið meira við en þetta?
Kristindómurinn er eins og flest trúarbrögð önnur byggð-
ur á þeim grundvallarhugmyndum, að ofar eða utar þessum
hverfula heimi efnisins sé veröld andans og eilífðarinnar, er
stjórnað sé af algóðum guði, sem umkringdur er herskörum
engla. Hið rétta föðurland vort sé á himni, og þangað eigi
allir heimvon, sem skapaðir eru í guðsmynd, enda hafi guð
lagt eilífðina manninum í brjóst.
Sá uppruni manns og ákvörðun, sem trúarbækur kristn-
innar vitna um, gefur þá jafnframt augljósa bendingu um, að
örlög vor hljóti að miklu leyti að liggja utan við þann stund-
arheim, sem vér nú lifum í. Þessi efnisheimur er aðeins
augnabliks viðkomustaður á langri leið. Hann er umlokinn
eilífum leyndardómum. Hvað ætti að koma oss meira við, en
að reyna að ráða þessa gátu, sem beinlinis varðar tilveru og
örlög hvers einasta mannsbarns? Þykjast ekki trúarbrögðin
vilja búa menn undir eilífðina? Væri þá ekki æskilegt að vita
eitthvað um það, sem við tekur, og mundi ekki raunhæf
þekking á þessu sviði hafa jafnvel miklu meiri þýðingu fyrir
oss, en öll kjarnorkuvísindi og aðrar uppgötvanir á sviði
efnisins, er gagna oss lítið nema þá stuttu stund, sem vér
búum hér á jörðu. Má í þessu sambandi minna á orð meist-
arans: „Hvað stoðar það manninn þó að hann yfirvinni all-
an heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni?“