Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 12
6 MORGUNN
látizt trúa þeim, en afleiðingin verður ævinlega hrópandi
vantrú í reynd.
Iðulega heyrast þær raddir, að kirkjur séu illa sóttar, og
þær séu að missa áhrifavald sitt yfir hugum manna. Fyrir
þessu er einhver hæfa og má eflaust rekja það til margra or-
saka. En um það er ég samt öldungis viss, að brennandi
þorsti manna eftir fræðslu í andlegum efnum er naumast
miklu minni nú en oft áður. Ef kirkjurnar eru miður sóttar
nú en áður, stafar það ekki sízt af því, að sú trúfræðsla og
uppbygging, sem þar er látin í té, nær hvorki tökum á hug-
um eða hjörtum eða skilningi fólksins.
Áður fyrr gengu menntaðir menn á undan alþýðu manna
um kirkjusókn. Nú er það undantekning að sjá slíka menn í
kirkju nema við jarðarfarir. Hvernig stendur á því? Þeim
finnst trúarboðun prestanna úrelt.
Og visst mark er það, að hvar sem hinir svo nefndu rétt-
trúnaðar berserkir flytja boðskap sinn, flýja menn og forð-
ast þá eins og andlegan svartadauða, bæði sökum leiðinleg-
heita framsetningarinnar og eins vegna þess, að auðfundið
er tómahljóðið í kenningum þeirra. Réttilega finna menn,
að þeir hafa lítið að bjóða. Menn, sem hungrar og þyrstir
eftir sannleikanum, þýðir ekki að ala á skrælþurrum kenni-
setningum. Menn biðja um lífsins brauð, ekki steinrunnar
beinagrindur úreltra guðfræðikerfa. Hið broslegasta við
marga þessa svo kölluðu rétttrúnaðarmenn er það, að með
þessu halda þeir að þeir séu einhverjir útvaldir musteris-
riddarar og verndarar trúarinnar, þar sem sannleikurinn
er sá, að þeir verða öllu lifandi trúarlífi til niðurdreps, bregð-
ast skyldu sinni við sannleikann, gera sér enga rellu út af
því, hvort þeir fara með rétt eða rangt mál, heldur velja þá
léttustu leið í starfi sínu og dáðlausustu, að stagla bara
kennisetningar eftir öðrum skilningslaust eins og páfa-
gaukar.
Hvað yrði sagt um efnisvísindamann, sem aldrei rann-
sakaði neitt verkefni sjálfur frá rótum, heldur léti sér nægja
að halda fram eldgömlum fræðikenningum sem óskeikul-