Morgunn - 01.06.1966, Side 14
8
MORGUNN
ar, hvorki í trúarbrögðum né öðrum vísindum, að ekki sé
þörf fyllri þekkingar eða dýpri skilnings á fjöldamörgum
atriðum, og einmitt þannig er hægt að koma í veg fyrir, að
trú eða þekking staðni, ef stöðuglega er unnið að auknum
og dýpri skilningi á hverju málefni.
Reynslugrundvöllur trúarbragða.
Ég hef í blaðagrein bent á, að trúarbrögðin séu ekki
sprottin upp úr engu, heldur hafi þau reynslugrundvöll eins
og önnur vísindi. Þau eiga yfirleitt rætur sínar að rekja til
sálrænna fyrirbrigða. Höfundar trúarbragða eru menn, sem
hafa verið í lifandi sambandi við annan heim en þennan.
Hvergi hefur þetta átt sér stað í ríkara mæli en í kristin-
dóminum.
Guðspjöllin hefjast með því að skýra frá verum annars
heims, sem birtast Maríu og Jósef. Herskarar engla birtast
við fæðingu Jesú, hann heyrir himneska rödd, þegar hann
er skirður, berst við freistarann í óbyggðinni, á stöðugt í
höggi við illa anda, læknar sjúka með ákalli til himneskra
máttarvalda, ummyndast á f jallinu og talar við Móse og Elía
og talar við engilinn í garðinum Getsemane. Og það er ekki
aðeins hann, heldur lærisveinar hans: Pétur, Jakob og Jó-
hannes, sem sjá þessar sýnir.
Ekki þarf annað en lesa guðspjallasöguna með opnum
augum til að sjá, að Jesús er í stöðugu vitundarsambandi við
annan heim, og andleg fyrirbrigði em stöðugt að gerast í
kringum hann.
Aldrei hefði þó kristindómurinn orðið til né náð að breið-
ast út um heiminn, ef í viðbót við þetta hefði ekki komið
undrið mesta: upprisa hans frá dauðum. Jafnvel lærisvein-
um hans gekk illa að trúa þessu í fyrstu, enda þótt hann væri
búinn að segja þeim það fyrir, að hann mundi upp rísa, en
þeir sannfærðust af því, að tala við hann margsinnis og jafn-
vel þreifa á honum.
Þetta héldu menn í þann tíð, að væri óbrigðul sönnun