Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 18
12 MORGUNN brögðin upp, eins og sjá má einmitt af þverrandi áhuga efnisvísindanna á trúarbrögðum og einnig þeirra, sem af rétttrúnaðarástæðum fordæma samband við annan heim. Trúin verður aldrei slitin burt frá reynslu manna og þekkingu. Hún getur ekki lifað á sögusögn einni og kenni- setningum, sem ekki samsvara lengur þeirri heimsmynd, er vér nú eigum. Það stafar að mínum dómi aðeins af hreinu skilningsleysi og andlegri blindu að halda nokkru slíku fram. Haraldur Níelsson. Sáiarrannsóknirnar eiga annars vegar að berjast við kreddublindu og vanþekkingu þröngtrúaðra manna, en hins vegar við lærdómsbelging svo kallaðra efnisvísindamanna, sem stimpla hana fúsk eitt og gervivísindi, án þess að kynna sér málið nokkurn skapaðan hlut. Rétt á litið ættu sálarrann- sóknirnar að styðja málstað kirkjunnar meira en nokkur önnur vísindi nútímans, enda hafa sálræn vísindi ávallt verið í nánum tengslum við trúarbrögð, eins og ég hef fært nokk- ur rök að í þessu erindi. Og hver, sem man kirkjusóknina hjá séra Haraldi Níels- syni, prófessor, fyrir um það bil 40 árum, þegar hann prédik- aði í Fríkirkjunni í Reykjavík, getur gert sér það í hugar- lund, hvers konar kirkjulíf verður þar, sem gáfaður maður og andríkur prédikari, sem þekkir þessi mál af eigin reynslu, ræðir um eilífðarmálin. Ég ætla, að kirkjusóknin hjá þess- um ástsæla kennara mínum hafi verið eins dæmi í íslenzkri kirkjusögu. Löngu áður en kirkjan var opnuð, tóku menn að skipa sér í biðraðir, sem oft náðu langar leiðir út á götuna, og enginn vildi verða af hinu minnsta orði sem hann sagði. Það voru svo sem til nógir vandlætarar þá eins og nú, sem óðir og uppvægir vildu hann út úr kirkjunni, og hann átti við rótgróna hleypidóma að stríða úr öllum áttum, en brenn- andi mælska hans og andagift fór eins og stormviðri um hugina og kveikti lifandi trú og von í hjörtum þúsunda, því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.