Morgunn - 01.06.1966, Page 20
14
MORGUNN
vizkufrelsi. Ég trúi þvi eigi, að hún sé nú þar komin,
að hún þoli eigi að menn beri sannleikanum vitni. Sé
ástandið orðið slíkt, læt ég heldur vísa mér á dyr, en að
ég breyti á móti samvizku minni. Sjálfur Lúther taldi
það ekki ráðlegt.
Ef lúthersk rétttrúnaðarþröngsýni skyldi komast svo
langt, að það tvennt fái ekki lengur farið saman, að vera
kristinn og lútherskur, þá kýs ég að vera aðeins kristinn,
en hirði ekkert um lútherska rétttrúnaðinn .. .“
Þannig mælti hinn lærðasti guðfræðingur og jafnframt
andríkasti kennimaður, sem íslenzka kirkjan hefur átt á
seinni tímum. Guð gefi henni fleiri slíka.
Benjamín Kristjánsson.
í sólarupprás
Lífsins móðir, morgunsól,
máttug rís af beði.
Hnjúkar, mjallahvítum kjól
klæddir, roðna af gleði.
S. V.