Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 34
28
MORGUNN
lega miklu rúmi, bendir mjög sterklega til þess, að C. væri
enn á lífi þótt látinn væri.
Víxlskeyta-tilraunirnar.
(Frá þessum víðfrægu tilraunum hefur hvað eftir annað
verið sagt í Morgni. Ég læt frásögn greinarhöfundar, R. C.
Johnson, og umsögn hans fylgja ritgerð þessari, m. a. vegna
nýrra lesenda Morguns, sem eðlilega er margt ókunnugt, er
áður hefur verið rannsakað og skrifað um sálræn efni. Þýð.).
Þessar tilraunir voru gerðar í mörgum áföngum á árun-
um 1907—1916. Þær fylla mörg bindi í skýrslusafni Brezka
Sálarrannsóknafélagsins. Gildi þeirra getur enginn metið að
fullu, nema sá, sem gefur sér tíma til að lesa þær og íhuga
í öllum atriðum, en það er geysimikil vinna. Hér verður
ekki annað gert en segja lauslega frá þeim og benda á gildi
þeirra fyrir sannanir eða líkur fyrir framhaldslífi.
F. W. H. Myers, hálærður maður í klassiskum fræðum,
andaðist árið 1901. Hann var einn af stofnendum Brezka
Sálarrannsóknafélagsins og hafði haft manna mestan áhuga
á því að safna sönnunargögnum, sem styddu tilgátuna um
framhaldslíf. Um þetta leyti unnu á vegum félagsins og í
samstarfi við það nokkrar ágætar konur, sem gæddar voru
þeirri miðilsgáfu, að þær rituðu ósjálfrátt. Staðreyndir
benda til þess, að Myers, sem þá var látinn, hafi fundið upp
þá tegund tilrauna, sem nú verður sagt frá.
I-Iann setti saman ákaflega flókna, klassiska ritgerð, sem
enginn hefði getað skrifað annar en lærður maður í klass-
iskum fræðum, kom einum hlutanum í gegn um einn rit-
miðilinn, öðrum í gegn um annan og þeim þriðja gegn um
þriðja ritmiðilinn. Það sem skrifaðist hjá hverri hinna
þriggja kvenna, voru gersamlega sundurleitar og ósamstæð-
ar setningar, sem þær gátu sjálfar ekkert lesið úr af viti,
eða harla lítið a. m. k. öll þessi plögg voru send til skrifstofu
Brezka Sálarrannsóknafélagsins í London. Eftir mikla vinnu
kom niðurstaðan í ljós: lærdómsmenn í klassiskum fræðum
J