Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Side 38

Morgunn - 01.06.1966, Side 38
32 MORGUNN á yfirvenjulegum hæfileikum mannssálarinnar skuli gera hvorttveggja i senn, bæði að gera það erfiðara en nokkru sinni fyrr að færa endanlegar sönnur á framhaldslífið og að gera það ótrúlegra en nokkru sinni fyrr, að andinn sé raun- verulega og endanlega háður efninu. Ef til vill er fullnaðarsönnun í þessu efni ófáanleg. En hve fáar eru fullnaðarsannanir á öðrum rannsóknarsviðum? Ályktun mín er fullkomlega ljós. Hún er sú, að mikið magn vel staðfestra gagna sé fyrir hendi, svo mikið magn, að það gjöri þá tilgátu ákaflega sennilega, að mannssálin lifi líkams- dauðann. Og ég lít svo á, að fyrir þetta eigum við að vera ákaflega þakklát, því að þá fyrst, er við förum að skoða mannleg örlög með þetta geysilega áframhald handan graf- ar og dauða í huga, getum við farið að botna eitthvað í því lífi, sem við lifum hér á jörðu og þeim hluta tilverunnar, sem við þekkjum. Við þurfum ekki að gerast ákaflega sorgbitin og beygð af atvikum, sem okkur finnast tilgangslaus eða harma hið mikla ranglæti tilverunnar, þegar við lítum á jarðlífið sem áfanga á miklu lengri leið, sem nær út fyrir hlið fæðingar og dauða. Maður, sem kæmi inn í leikhús um hliðardyr, gengi þvert yfir salinn fram hjá sviðinu og út um hinar hliðardyrnar, gæti ekki fengið meira en mjög ófullkomna og ranga hug- mynd um leikinn, sem verið væri að sýna á sviðinu. Hann gæti auðveldlega imyndað sér, að höfundur leiksins væri ranglátur, tilfinningalaus og grimmur, unz hann færi að hugsa út í það, að hann sá ekki meira en leifturmynd, ör- lítið brot af leiknum öllum. Hann myndi gerbreyta hug- myndum sínum um leikinn, ef hann fengi að vita, hvað fór fram á sviðinu áður en hann kom inn í leikhúsið og hvað gerðist eftir að hann fór út. Þá fyrst gæti hann fellt skyn- samlegri og heilbrigðari dóm um leikinn. Sannfæring um framhaldslífið er fjarri því að leysa fyrir okkur öll leyndarmál, en hún gerir lausnina mögulega. Jón AuSuns þýddi. J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.