Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 54
Látin stúlka birtist
☆
Margir munu kannast við Kristínu Sigfúsdóttur frá Syðri-
Völlum, og hafa við og við birzt eftir hana ljóð í blöðum og
tímaritum. Hún kveður sig oft hafa „séð“ eitt og annað, sem
hún hvorki getur skilið né skýrt. Frá einni slíkri sýn segir
hún á þessa leið:
„Þetta var um vor og albjört nótt. Ég var þá í húsi hjá
ungri ekkju, sem var nýbúin að missa elztu dóttur sína, er
þá var nýlega fermd. Ég svaf í stofu, en innar af henni var
lítið herbergi, þar sem lík ungu stúlkunnar stóð uppi, og
voru dyr þaðan fram í stofuna. Ekkjan svaf í öðru herbergi
ásamt þrem börnum sínum ungum.
Ég var fyrir nokkru lögst út af á dívaninum, en ekki
sofnuð. Þá sé ég allt í einu, að unga stúlkan látna kemur
fram í stofuna. Hún var klædd sínum venjulegu fötum, brosti
til mín og var jafn fögur og yndisleg og áður en hún kvaddi
þetta jarðlíf. Ég reis upp harla glöð og sagði: „Þú hefur þá
ekki verið dáin, elsku Gunna mín, heldur aðeins í yfirliði.
Og farðu nú fljótt inn til hennar mömmu þinnar.“
Hún svaraði ekki, en hvarf aftur inn í herbergið. Ég fór
þegar á eftir henni, en brá í brún, því þar hvildi hún, liðið
lík, eins og áður. Ég strauk um kalt ennið, og bað þess heitt
og innilega, að henni mætti einnig auðnast að færa harm-
þrunginni móður sinni sönnun þess, að lífið er sterkara en
dauðinn. Sjálf er ég öldungis sannfærð um, að þetta var
vökusýn, en ekki draumur."