Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 65
MORGUNN
59
Hann fór á skipi. En þann dag eftir, er þeir fóru á brott,
laust á veðri miklu fyrir þeim, ok uggðu menn, at þeir
myndu týnast. Þórðr (Narfason) gekk út ok inn, hugði at,
ef veðr minnkaði.
Ok eitt sinn, er hann kom inn, mælti Sturla: „Vertu kátr,
Þórðr, eigi mun Bárðr, frændi þinn, drukkna í þessari ferð.“
»>Þat muntu aldri vita,“ segir Þórðr.
En þat fréttist þá síðar, sem Sturla sagði.
Nokkuru síðar um vorit tók Bárðr sótt.
Þá spurði Þórðr Sturlu, hvárt Bárðr mundi upp standa ór
Settinni eða eigi.
».Skil ek nú,“ segir Sturla, „hví þú spyr þessa, en fá mér
nú vaxspjöld mín.“
Lék hann þar at um hríð. Litlu síðar mælti Sturla: „Ór
Þessari sótt mun Bárðr andast.“
Lat fór svá.
Sveinn Pétursson.
Sveinn Pétursson, er biskup var í Skálholti 1466—1470,
Var nefndur „hinn spaki“ og talinn forspár. Eru um það
ýnisar sagnir. Þessi er ein:
Hegar hann var kirkjuprestur í Skálholti, fór hann ein-
hverju sinni að Torfastöðum til þess að messa, og með hon-
Um piltur, er Erlendur hét Erlendsson. Fengu þeir á sig
hörkuveður og lágu úti um nóttina. Féllst sveininum hugur
n°hkuð svo og tók þá prestur að hughreysta hann og sagði,
að veður mundi batna. „Verður þá önnur okkar ævi, þá er
GS verð biskup í Skálholti en þú eignast dóttur Þorvarðs
rika á Möðruvöilum.“
»»Það veit eg verða má,“ svaraði Erlendur, „að þér verðið
lskup í Skálholti, en það má aldrei verða, að ég fái svo ríka
°g velborna stúlku, jafnfátækur sem ég er.“
”Efa þú aldrei,“ segir prestur, „guðs gáfur, hans mildi og
miskunn, því svo mun verða, sem ég segi og það til merkis,
að bá þú ríður til (konu) kaupa, mun slík helliskúr koma, að
menn munu varla þykjast muna slíkt.“