Morgunn - 01.06.1966, Page 70
64
MORGUNN
Fáum dögum síðar kom maður ofan úr Fljótsdal og sagði
þau tíðindi, að Herdís hefði dottið af hestsbaki á eyrunum
fram með Lagarfljóti, en samferðamenn hennar hjálpuðu
henni heim.
„Farðu ekki þessi götu, Páll.“
Það mun hafa verið á öndverðum vetri 1830, að Isfeld var
við smíðar í Vallanesi hjá Guttormi prófasti. Um haustið
hafði Páll, sonur Isfelds, farið til kaupmannahafnar til
smíðanáms. — Fósturdóttir prófastshjónanna hét Sólveig
Marteinsdóttir, merk kona, er síðar sagði frá þessu atviki.
Eitthvert sinn stóð hún í stofudyrum, en þeir prófastur
höfðu þá nýlokið máltíð. Isfeld grúfði sig fram yfir borðrönd-
ina þegjandi, sýndist hugsi og horfði ífram. Allt í einu breytt-
ist yfirbragð hans. Hann barði hnefanum niður í borðið og
segir höstum rómi: „Farðu ekki þessi götu, Páll.“ Og litlu
seinna bætir hann við: ,,Æ, þetta sagði ég, þú máttir ekki
fara þessa götu.“ Prófastur spyr þá, hvað son hans hafi hent.
„Hann fótbrotnaði á götu í Höfn.“
Þegar næst kom bréf frá Páli, sagðist hann hafa meiðzt í
fæti af þeirri orsök, að hann hefði villzt inn á þá götu, er
hann þekkti ekkert.
Gifting Bergljótar.
Einhverju sinni sem oftar var Isfeld í Vallanesi. Var hann
hreifur af víni, lá uppi í rúmi og var létt yfir honum. Dætur
prófasts voru þar með glens og gaman, og tók Isfeld því vel.
Þá segir Isfeld meðal annars: „En þú, Begga mín, þarft
engu að kviða, því þú eignast mikinn og vænan mann norð-
an úr Þingeyjarsýslu.“
Bergljót varð síðar kona séra Sigurðar prófasts Gunnars-
sonar á Hallormsstað.
Brennivínsflaskan.
Af þessari sögu virðast vera til tvö afbrigði, en þó mjög
lík. Er önnur frásögnin höfð eftir konu fyrir norðan, er sagði
hana Daníel Ólafssyni prests i Viðvík. Hin er eftir Pálínu
Á