Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 72

Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 72
66 MORGUNN undan bænum og talið, að hann hefði fengið krampa á sundi. En Isfeld fórst, er Þingmúlabærinn brann árið 1832, og var talið, að hann hefði ekki þolað reykinn. Margt bendir til þess, að Isfeld hafi haft sterkt hugboð um dauða sinn. Sagt er, að eitt sinn hafi hann verið um það spurður, hvernig dauða hans mundi að höndum bera. Þá svaraði Isfeld: „Vant mun þess að geta. Það er eins og þar sé allt hulið móðu eða reyk. Skyldi ég annars ekki fá líkan afgang og gamli Njáll?“ Þegar langt er komið kirkjusmíðinni í Þingmúla, virtist Isfeld vera orðinn þreyttur og dapur. Og einhverju sinni heyrðist hann tauta fyrir munni sér: ,,Hvað skyldi það vera, sem vofir hér yfir mér? Eitthvað er það, en ég get ekki séð, hvað það er, en eitthvað er það, eitthvað er það.“ Isfeld hafði lofað Sigurði bónda á Mýrum að fara þangað til smíða, er kirkjubyggingunni væri lokið. Sama dag og kirkjusmíðinni lauk, kom að Þingmúla Halli bóndi í Bessa- staðagerði. Bað ísfeld hann að koma við á Mýrum og biðja Sigurð að sækja sig án tafar, „hvað sem gilti, og ekki seinna en í kvöld, því hér skeður eitthvað í nótt. Ég veit ekki hvað það er, en eitthvað er það.“ Bóndinn á Mýrum var ekki heima, er Halli kom þangað. Láðist honum að tala um boðin frá Isfeld við heimamenn. Um nóttina varð bruninn, er olli dauða Isfelds, eins og áður er sagt. ísfeld lýsti sýnum sínum svo í viðtali við Melsted sýslu- mann, að allt í einu væri sem nýr sjóndeildarhringur opnað- ist fyrir augum sér. En það sjónarsvið, sagði hann, að lok- aðist jafn snögglega og það lykist upp, og stæði á sýninni örstutta stund. Við Pál son sinn ungan sagði hann á þessa leið, er hann bað föður sinn að kenna sér að sjá: „Það er lánað, barnið mitt, en verður engum kennt. Mér er gefið þetta.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.