Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 79
MORGUNN
73
Þá höfðu legið óhreyfð í hulstrinu í meira en hálft ár. Og
nú verður mér aftur að telja spilin. Ætlaði ég ekki að trúa
eigin augum og áþreifingu, því nú voru spilin öll og vantaði
ekkert þeirra. Hef ég ekki á ævinni orðið öllu meira hissa og
raunar við hjónin bæði. Enginn hefur enn í dag hugmynd
Um hvernig á því stóð, að 7 spil hurfu úr hulstrinu inni í
isestum skáp, og því síður með hverjum hætti þau komu
aftur til skila á hinn sama stað.
Til lesenda Morguns
Tímaritið Morgunn hefur nú komið út í samfellt 46 ár.
Tað hefur flutt, og flytur enn, f jölda greina um sálarrann-
sóknir, dulsálarfræði (parapsychology), merkilega drauma
°g dulræn fyrirbæri, auk margs annars efnis. Því er það, að
ailir þeir, sem áhuga hafa á þessum málum, ættu að kaupa
þetta rit og lesa það vandlega.
Sýnið kunningjum ykkar og vinum Morgun og leyfið
Þeim að kynnast efni því, er hann flytur. Nýir áskrifendur
t*Urfa ekki annað en senda pöntun og verður þeim þá sent
1 ilið um hæl. Utanáskriftin er:
TlMARITIÐ MORGUNN,
GARÐASTRÆTI 8, REYKJAVlK. PÖSTHÖLF 433.
Morgunn kemur út í tveim heftum á ári, alls rúmlega 160
l'lfíðsiður lesmáls, auk auglýsinga, og kostar aðeins kr. 75.00
argangurinn. Mun hann því vera eitt af allra ódýrustu tíma-
ntum landsins. Eldri árgangar fást á afgreiðslunni með nið-
Ursettu verði, á meðan upplag þeirra endist.
Ritstj.