Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 81
Skyggna konan Astrid Gilmark
☆
I blaðinu Berlingske Tidende birtist á síðastliðnu hausti
'bllöng grein um sænska konu, Astrid Gilmark, sem gædd er
buklum dulrænum gáfum. Hún er kona um fertugt og á
^eima í Uppsölum í Svíþjóð, þar sem maður hennar gegnir
0rnbætti saksóknara hins opinbera. Hún hefur verið skyggn
frá æskudögum, og sýnir hennar hafa fyrir löngu sannfært
hana um lífið eftir dauðann og sambandið við framliðna vini.
Hér skal aðeins drepið á örfá atriði úr reynslu frúarinn-
ar> en þó farið fijótt yfir sögu:
Hún ætlaði að fyrirfara sér.
. % var nýbúin að taka þátt i sjónvarpsþætti um spirit-
lsma. Þá hringir til mín ókunnug kona, kveðst hafa hlustað
°g horft á sjónvarpsþáttinn, segist kveljast af nístandi efa,
biður mig að segja sér hreinskilnislega, hvort ég í raun
°g veru trúi á líf eftir dauðann. Mér varð orðfátt í bili. En
f^Ur en ég vissi af, og einhvern veginn ósjálfrátt, sagði ég
1 essi orð, enda þótt þau væru ekki svar við spurningu
bennar:
>>Menn mega ekki flýta fyrir dauða sínum, heldur ber
erjum og einum að taka þeirri reynslu, sem að höndum
ber.“
»Hvers vegna segið þér þetta við mig? Hvernig vitið þér,
e§ get ekki hugsað til að lifa og er staðráðin í að stytta
*bér aldur?“
leið og konan sagði þessi orð í símann, birtist mér
Ubgur maður. Ég sá hann mjög greinilega og gat jafnframt
Síeint, hvað hann sagði. Ég lýsti honum fyrir henni, sagði,