17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 8

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 8
6 Hún veit, að hann vakir við erlendan áI, með óskirnar hennar á sérhverjum fingri, og flytur svo vel hennar viðkvæma mál, að vængirnir gripa til flugs á þeim yngri. Hún veit, að í sál hans býr allt, sem hún unni, — að öll hennar þrá verður líf í hans munni. Hver einasta hugsjón, er ofbeldið laust með álagasprotanum þunga og kalda, sv'o hamslaust sér byltir við hetjunnar raust, að hriktir í steindröngum liðinna alda. Til þess var hann hingað af sólguðnum sendur að sækja vort fjöregg í tröllanna hendur. . . III. Hann situr í öndvegi fagur sem fjall, og fátækir landar í kringum hann skipast, og horfa í hans glóaugu, hlusta á hans spjall, er heiðrikur andinn um víðernin svipast. Og rúðurnar gráta í rökkri eins og forðum, — en riklingur, magáll og hákarl á borðum. Við alla hans ríklunduð risna er jöfn, — gegn ranglæti hatrið i barminum sýður. I blóra við kónginn í Kaupmannahöfn til kvöldverðar islenzki forsetinn býður, og tengir þar hnossgæti sjávar og sveitar við sjálfstæðiskröfurnar, ferskar og heitar. Og gestirnir fagna yfir gjöfum síns lands, og gleðjast við roðann á forsetans vöngum, er ákæran logar í augunum hans gegn arnarins kló, er þær hrifsaði löngum úr skjálfandi lófa á blóðlausum börnum, sem beisklega grétu yfir þorskhausakvörnum,

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.