17. júní - 17.06.1937, Qupperneq 9
7
Og launvélin opnast, er lyftist hans hönd,
og lifandi bylgjur frá veru hans streyma,
sem ómar at kvaki frá eyjum og strönd,
sem ilmur af reyrnum í brekkunum heima.
— I há-dönsku stræti á hljóðlátu kveldi
slá hjörtun i bjarma frá jöklum og eldi . . .
IV.
I ástríkri sál hans er saga vor geymd,
sem sjóður, er fólkið úr hlekkjunum leysir.
Hann dregur fram skilrikin grafin og gleymd,
— á gulnuðu bókfelli kröfurnar reisir.
Hvert rímnabrot, þulubrot, ómbrot vors anda
um óskir hans safnast til beggja handa.
Hans vopn eru þekking og vizka — og trú
á vorið og gróðurinn, þjóðina og landið.
Hann skoðar sem höldur hvert skip vort og bú,
en skálddraumsins fegurð er mat hans þó blandið;
— Úr fortíð hann byggir upp sókndjarfa samtíð,
með sjónirnar hvesstar á volduga framtíð.
V.
Og heim er hann kominn. — Pað hljómar frá vör,
er heilsar hann Islandi, vöggunni í sænum.
Og Jónsmessan, hjúpuð í skínandi skör,
sinn skarlatslokk hristir að túnvanga grænum.
Hann stígur á land, þessi langþráði maður,
og Ijósberinn hlær, — jafnvel steinninn er glaður.
VI.
I vændum er óráðin örlagastund,
— við endurskin landnámsins Reykjavík kallar.
Par leiðtogar djarfir sér fylkja á fund,