17. júní - 17.06.1937, Page 18

17. júní - 17.06.1937, Page 18
Aðalsteinn Sigmundsson: Ungmennafélögin. Um það leyti, sem Friðrik konungur 8. gisti Þingvelli, sumarið 1907, komu nokkrir ungir eldmóðsmenn til fundar á hinum fornhelga þingstað. Þeir voru fulltrúar nokkurra ungmennafélaga, en slík félög höfðu risið víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Og erindi þeirra var að mynda landssamband með ungmennafélögunum — sameina þau í eina átaka- heild. Þá var Ungmennafélag íslands stofnað. Það er því þrítugt nú í sum- ar. — Þau 30 ár, sem liðin eru síðan 1907, hefir U.M.F.Í. og sú félagshreyf- ing, sem það er samnefnari fyrir, verið býsna þýðingarmikið og áhrifa- ríkt í þjóðlífi voru. Ungmennafélög hafa risið upp í flestum byggðarlög- um landsins og starfað lengri eða skemmri tíma, mörg sleitulaust fulla þrjá tugi ára. Eftir þau liggur fjöldi sýnilegra verksummerkja um allt land: samkomuhús, vegaspottar, gróðrarreitir, sundlaugar, skólar, bóka- söfn o. s. frv. Fjölmargar þeirra umbóta, sem gerðar hafa verið á landi hér á hinu mikla umbótatímabili frá 1907, hafa fyrst verið hugsaðar og ræddar í ungmennafélögum. Aðalþýðing og meginsigur U.M.F. liggur þó vafalaust í því, sem aldrei verður sýnt né tölum talið: áhrifum þeirra á einstaklinga þjóðarinnar, félagsmenn fyrst og fremst, en einnig fleiri. Áhrif þessi liggja að nokkru í þeirri beinu tamningu, líkamlegri og and- legri, sem félögin hafa veitt æskunni, með íþróttaiðkunum og félagsstarf- semi. En sterkust og afdrifaríkust eru þau í þeirri mótun hugsunarháttar og lífsskoðunar og þeirri stælingu viljans til góðra hluta, sem einkennt hefir U.M.F. um annan félagsskap fram. Hér er hvorki rúm né tækifæri til að rekja sögu ungmennafélag- anna um þrjátíu ár, enda mun það verða gert á öðrum vettvangi. Línum þessum er hinsvegar ætlað að vekja athygli lesenda á þeim viðfangsefnum, sem U.M.F. hafa nú með höndum, og þeirri stefnu, sem þau hafa valið sér að fylgja hin næstu ár. Skal fyrst vakin athygli á þeirri staðreynd, að

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.