17. júní

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

17. júní - 17.06.1937, Qupperneq 21

17. júní - 17.06.1937, Qupperneq 21
Halldór Kiljan Laxness: Ungmennafélögin og frelsisbaráttan. Mitt í önnum dagsins spyr ritstjórn „17. júní“ hvort ég vilji láta uppi álit mitt um Ungmennafélögin, fortíð þeirra og framtíðarhlut- verk. Mér er ánægja að gera það. Eg lít svo á, að Ungmennafélögin hafi átt mjög sterkan þátt í þjóð- arvakningunni, sem réði úrslitunum í þeirri baráttu almennings á íslandi gegn framandi valdi, sem lauk 1918. Ungmennafélögin áttu sinn ómetan- lega þátt í að vekja almenning til endurmats á innlendum verðmætum og íslenzku þjóðerni. Ungmennafélögin vöktu æskuna í öllum héröðum landsins til framsóknar, til vaxandi kröfuhörku á menningarlegum svið- um, og um leið og þau kenndu æskumönnum að meta sitt eigið einstak- lingseðli og leggja rækt við það, kölluðu þau einstaklingana fram úr fá- sinninu og hófu skilning þeirra til aukins þroska á sviði félagsmálanna. Þau hófu sveitaæskuna til skilnings á því, að það er ekki íslenzkum al- menningi sæmandi að hlíta nokkru valdi öðru en sínu eigin. Þau hófu æsk- una til þeirrar vitundar, að valdið yfir íslandi tilheyrir almenningi á ís- landi, og hamingja hans er falin í því, að kunna að beita þessu valdi sér í hag. Viðhorf ungmennafélaganna frá upphafi var það, að það vald, sem væri ekki sprottið upp úr frjálsum samtökum upplýstrar alþýðu, mennt- aðrar þjóðar í eigin landi, það væri framandi vald, og um leið fjandsam- legt vald. Ungmennafélögin skildu, að íslendingar eru of fáir til þess að hafa efni á að ala sljóan múg, sem í þrotlausri heimskú lætur sér gott þykja að þræla æfilangt eins og nokkurskonar blindaðir fangar framandi valds, hvort heldur þetta vald er sérréttindaþjóð eða sérréttindastétt. Þau

x

17. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.