17. júní

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

17. júní - 17.06.1937, Qupperneq 23

17. júní - 17.06.1937, Qupperneq 23
21 almennings, sem aldrei framar getur orðið sljór múgur neins Bessastaða- valds, hverju nafni sem það nefnist. Ungmennafélögin í landinu voru and- stæðan við Suðurnesjamanninn í landinu, hinn skynlitla konungsþræl Bessastaða, sem var kaghýddur langt fram í ætt. Ungmennafélögin í land- inu, og sú upplýsing almennings, sem skapar lýðræði í menningu og at- vinnuvegum, þetta tvennt var samnefni. Ungmennafélögin og hið unga frelsi hins vaknandi íslands voru tvö systkini. Ungmennafélögin og frelsi hins unga íslands eru tveir óaðskiljanleg- ir hlutir. Með nýrri kynslóð rennur upp nýtt blómaskeið yfir þessi félög. Enn sem fyr, eins og fyrir 1918, segja þau því valdi stríð á hendur, sem er almenningi framandi, sem ekki er vald almennings. Við hvaða þjóð- erni slíkt vald kennir sig, skiptir ekki máli. Ungmennafélögin létu aldrei lýðskrumara framandi valds villa sér sýn. Þau munu heldur ekki nú leggja hlustir við máli þess marðar, sem vill vekja þjóðernisdeilur meðal íslendinga innanlands, og skipta íslendingum niður í sanna íslendinga og ósanna íslendinga. Ungmennafélögin eru oddalið sveitanna í áframhald- andi frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu gegn þeim öflum, sem nú, engu síður en fyrir 1918, njóta sjálftekinna sérréttinda á kostnað alþýðu í landinu. Ungmennafélögin munu í samfylkingu við aðra sterka þjóðholla krafta heimta landið með öllum þess gögnum og gæðum úr höndum arftaka Bessastaðavaldsins, hverju nafni sem þeir nefnast, og fá þetta vald óskor- að í hendur alþýðunni. Eins og Ungmennafélögin áttu sinn ómetanlega þátt í sigrinum 1918, ’þannig mun þeirra nafn verða óaðskiljanlegt frá stærstu sigrunum í sjálfstæðisbaráttu framtíðarinnar. Þingvöllum vorið 1937.

x

17. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.