17. júní - 17.06.1937, Page 26

17. júní - 17.06.1937, Page 26
Sigurður Thorlacius: Skólinn og þjóðin. £ „ . . . Skólinn á að tendra hið andliga ljós, og hið andliga afl, og veita alla þá þekkingu sem gjöra má menn hæfiliga til framkvæmda öllu góðu, sem auðið má verða . . . engum pen- t ingum er ;varið heppiligar en þeim, sem keypt er fyrir and- lig og líkamlig framför, sem mest að verða má"1). Jón Sigurðsson, forseti. Vissulega er það vel til fundið af Sambandi Ungmennafélaga Is- lands, að gefa út rit um framfara- og menningarmál og helga það 17. júní. Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar rifjar upp fyrir oss íslendingum hinar hjartfólgnustu og björtustu minningar. Hann er einn hinna fáu daga tímamótanna, þegar fólkið rumskar af dvala hversdagsleikans, staldrar við, gleymir áhyggjum matarstritsins og skynjar óma og leiftur ^ æðra, tilgangsríkara lífs. Fer vel á því, að æskan í landinu helgi sér slík- ar stundir til hvatningar og heitstrenginga. Ritstjórn 17. júní hefir beðið mig að rita nokkur orð um skóíamál. Eg vil byrja á því að minna á afstöðu Jóns Sigurðssonar til skólamál- anna. Jón Sigurðsson var þar hinn mikli og framsýni brautryðjandi, eins og í svo mörgum greinum öðrum. Iíann taldi framfarir í skólamálum eitt allra stærsta velferðarmál íslenzku þjóðarinnar. Hann færði skýr J) Ný félagsrit II. árg. 1842, bls. 67 og bls. 82,

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.