17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 34
Það sumrar.
Loksins var farið að hlýna í veðri.
Veturinn hafði verið óvenju kaldur og langur. Hann hafði beinlínis
teygt sig svo langt inn á svið sumarsins, að það gegndi furðu, hve lengi
það hafði þolað slíkan ójöfnuð. Hið fátæka, íslenzka sumar, sem ekkert
mátti missa af sínum stutta tíma, svo að því entist aldur til þess að koma :í
framkvæmd sínu heillaríka gróðurstarfi, hafði enn sem fyrr sýnt þessa
óskiljanlegu þolinmæði hins eignalausa og réttindasmáa gagnvart ofríki og
yfirtroðslum. En nú er það vaknað til fulls og búið að taka við völdunum.
Líttu upp í loftið. Það iðar af örsmáum hitaeiningum í kappsömu samstarfi,
sem vekur bergmál hjá moldinni. Hún fullvissar sig um alvöru sumarboð-
skaparins og byrjar að tæta í sundur klakann og gleypa hann. Og sól og
sunnanvindur sópa burtu seinustu sporum þessa langa, óréttláta vetrar
og setja hinn fagnandi lífssvip sumarsins á hina marg-misþyrmdu jörð.
Og þetta hér í Reykjavík. Hvernig heldurðu að það sé í sveitinni, þar sem
lækir og ár taka þátt í endurnýjunarstarfinu. Þar er nú eitthvað fjörugra.
Stórir snjóskaflar grotna sundur á örskömmum tíma og lækirnir hoppa
með þá skellihlæjandi og kolmórauðir í framan niður brekkurnar, en árn-
ar spýta stóreflis jökum langt á sjó út, eins auðveldlega og maður spýtir út
úr sér sveskjusteini. Og moldin og lyngið og grasið. Allt breytir svip á ein-
um slíkum degi og anganin stígur upp úr jörðinni að vitum fólksins og
skepnanna, sem blessa sumarið.
Til voru þeir, sem ekki hafði þótt þessi vetur langur, Björn Björnsson