17. júní - 17.06.1937, Side 38
36
félagi mínu, og þú getur haft það sem takmark að verða einhverntíma
meðeigandi fyrirtækisins. Ég tel það svo sjálfsagt, að þú munir taka þessu
tilboði mínu, að ég hefi þegar sagt upp fulltrúa mínum, sem ég hvort eð
er hefi ekki verið ánægður með upp á síðkastið. En ég vil ekki, að þú kom-
ir alveg fákunnandi í þessa stöðu, svo ég hefi lagt fyrir einn bókara minn
að setja þig inn í gang verzlunarinnar eftir skrifstofutíma, svo að þú
verðir ekki álitinn hreinn viðvaningur af starfsfólkinu, þegar þú byrjar.
Björn Björnsson vissi ekki hvernig hann átti að þakka frænda sín-
um alla þessa góðvild. Þó að hann hefði ekki borið neinn kvíðboga fyrir
sumrinu, því hann var alltaf vanur að geta útvegað sér einhverja atvinnu,
þá var þetta ólíkt áhyggjulausara líf, sem honum bauðst nú. Hann þótt-
ist sjá hlutdeild Áslaugar í þessu tilboði, og ásetti sér að gera hana að eig-
inkonu sinni, þó ekki fyrr en hann hefði afrekað eitthvað mikið í stöðu
sinni.
Svo byrjaði hann nám sitt hjá bókaranum. En hvernig sem á því
stóð, vakti það ógeð hjá Birni Björnssyni að kynnast verzlunarfyrirkomu-
laginu meira en fyrirlestrar Ásmundar höfðu náð. Hann átaldi sjálfan
sig fyrir þetta, og áleit að hann væri orðinn latur af sællífinu og gæti ekki
um annað hugsað en skemmtanir. Líka reyndi hann að skella skuldinni á
bókarann. Honum fannst felast á bak við hina skríðandi kurteisi hans og
alvöru, eitthvert ógeðslegt háð. Hann var nærri því viss um, að hann
mundi hafa séð hann reka út úr sér tunguna, hefði nokkur spegill verið á
skrifstofunni til þess að athuga hann í, þegar-hann vissi ekki af því.
Hann óraði fyrir því, að þessi viðskipti, með allar sínar skuldakröl'-
ur, málaferli, vinnudeilur og þrotlausa samkeppni, mundu hafa sínar
skuggahliðar. En vonandi lagaðist þetta, þegar hann færi að vinna fyrir
alvöru og stjórna að einhverju leyti sjálfur.
Þannig leið hinn langi vetur, og Björn Björnsson tók ekki eftir því,
hve langur hann var, því nú stóð hann hvorki í skepnuhirðingu, þar sem
heyið var allt of lítið, né heldur beið hann atvinnulaus eftir því að kom-
ast með vorinu eitthvað út á sjóinn. Framtíð hans var nú svo örugg, að
engar árstíðir virtust geta haft áhrif á hana lengur.
En svo vaknaði Björn Björnsson þennan umrædda morgun við það,
að það var komið sumar.
Ég þekkti Björn Björnsson nokkuð frá fornu fari, og við og við hafði
ég hitt hann í vetur í Reykjavík og hafði hann þá sagt mér allt um hagi
sína. Mér virtist hann vera forsjóninni þakklátur fyrir það, hvernig hún
hafði leikið við hann, og fannst mér það satt að segja ekki nema eðlilegt.
Þó var alltaf eins og einhver beygla í honum síðan hann hóf þetta leyni-
nám hjá bókaranum, og það var eins og hann kviði fyrir að taka að sér
fulltrúastöðuna.