Morgunn - 01.12.1970, Side 4
Sveinn Víkingur:
Tíminn líður
Hugleiðing um veturnætur
☆
I I. Mósebók er sagt svo frá, að eflir flóðið mikla hafi Guð
gjört þann sáttmála við mennina, að þaðan i frá skyldi hvorki
linna sáning né uppskera, frost né hiti, sumar né vetur, dagur
né nótt. Og tákn þessa sáttmála skyldi vera friðarboginn á
himni, regnboginn, sem við enn í dag könnumst mætavel við.
Þessi frásögn virðist eiga að sýna það, að höfundur tilver-
unnar telji það mönnunum hollt og gagnlegt, að vera minntir
á það við og við með sýnilegu tákni, að líminn líður, einn
dagur tekur við af öðrum, ein árstíð af annarri sífellt og enda-
laust. Og þessa skulum við minnast nú i dag, þegar sumarið
er að kveðja og vetur að hefjast.
Tíminn er undursamlegur og torskilinn. Hann virðist vera
án upphafs og endis. Hann er þráðurinn óendanlegi, sem perl-
ur viðburðanna raðast á. Hann er straumurinn voldugi og
þungi, sem allt og alla hrífur með sér. Hann er eldri en allt
hið skapaða og þó siungur og eilífnýr og er í rauninni alltaf
að fæðast.
A timann má lita á margvislegan hátt og skoða hann frá
ýmsum hliðum. Að virða fyrir sér tímann er ekki ósvipað þvi
að standa við straumþungt fljót og stara niður i hringiðuna.
Straumsveipur iðunnar virðist sífellt vera hinn sami, síendur-
tekin hringrás án teljandi tilbreytingar. En eigi að síður
streymir fljótið stöðugt fram og i straumsveipnum er sífelll
nýtt og nýtt vatn, sem hið mikla fljót, sem hringiðuna nærir,
færir henni í bili, en flytur jafnóðum á burt. Þannig myndar
timinn á yfirborði hinnar miklu móðu síendurtekna hringi
daga, ára og alda og hefur gert ]>að frá fjarlægri firnsku löngu