Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Side 6

Morgunn - 01.12.1970, Side 6
84 MORGUNN ar meginstyrkur, þegar fastast svarf að, hennar „líkn í lífs- stríði alda“. Segja má, að framfarir síðustu áratuga hafi fyrst og fremst miðað að því, að gera okkur minna háð duttlungum og breyti- leika hins íslenzka tíma. Við höfum eignazt stórvirk tæki til þess að draga björg í bú bæði á sjó og landi. Við höfum skapað fjölbreyttara atvinnulíf. Við erum orðin margfalt betur fær um það, en voru feður okkar og mæður að hagnýta okkur gæði landsins og auð hafsins, og við höfum skapað úr þessu stórauk- in verðmæti með vaxandi iðnaði og betri hagnýting. Fyi ir vikið getum við heilsað hverjum komandi vetri laus við beig og kvíða að mestu leyti. Sumir eru beinlínis teknir að hlakka til hans, nokkrir vegna þeirra skemmtana, glaums og gleði, sem þá rikir viða i þéttbýlinu, aðrir vegna þeirra tækifæra til náms og menntunar, sem hann veitir aðgang að i skólunum. Bættar samgöngur á sjó og landi og í lofti, hlýrri, bjartari og vistlegri húsakynna, sími, útvarp og nú síðast sjónvarpið — allt á þetta sinn þátt í því, að þjóðin getur nú heilsað vetri með öðrum huga og öðrum tilfinningum en áður. Við höfum rétt okkur úr fátæktarkútnum og getum nú talizt auðug þjóð. Þetta er að vísu gott og blessað. Framfarir og nýungar blasa við, hvert sem litið er. Við, sem gamlir erum að árum, þekkj- um naumast sveitabæina i okkar æskubyggð lengur. Kotjarðir eru orðnar að stórbýlum, moldarkofarnir eru horfnir, sem kúrðu þar á kargaþýfðum túnskæklum. 1 stað þeirra eru komin vistleg steinhús með björtum stofum, rafmagni, vélum og alls kyns þægindum. Og fólkið er orðið svo ólíkt þvi sem var í klæðaburði og fasi, að maður gæti haldið, að það væri komið frá öðrum hnöttum. Borgir og kaupstaðir hafa risið við sjóinn, þar sem áður voru fáeinar verbúðir á mölinni, vélknúin skip færa afla að landi í stað árabátanna gömlu. Bifreiðar bruna um lagða vegi um þvert og endilangt landið. Hafskipin özla um höfin til og frá landinu, lilaðin vörum, sem þau flytja bæði inn og út. Flugvéladynur fyllir loftin. Þjóð, sem ver tíma sínum til þess að elta framfarir og ný- ungar með slíkum ofsahraða, hún hlýtur að gleyma ýmsu á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.