Morgunn - 01.12.1970, Page 19
MORGUNN
97
þennan dag. Aðrir hafa verið og eru andsnúnir þessu málefni.
í*eir telja allar tilraunir til sambands við látna vini vera synd-
samlegar vegna þess, að það sé bannað í lögmáli Móse, að leita
h’étta af framliðnum. Sumir telja þetta vera sérstaklega háska-
legt sáluhjálpinni og halda því fram, að þar séu illir andar að
verki, einvörðungu sendir af sjálfum myrkrahöfðingjanum til
þess að veiða fólk i snöru sina og leiða það í hættulega villu.
Enn aðrir segja, að um visvitandi svik og blekkingar sé að ræða
til þess að slá ryki í augun á auðtrúa fólki og að svik hafi jafn-
vel sannazt á einstöku miðla.
En hvað segir Ritningin sjálf, og þá sérstaklega Nýja testa-
mentið, um framhaldslíf eftir dauðann? Eða telur hún einnig
samband við þá, sem farnir eru af þessum heimi, vera hégóma
°g villu? Hvað er að segja um þá meginstaðreynd, sem guð-
spjöllin skýra frá og varð grundvöllur kristindómsins og er það
enn i dag, að Jesús birlist lærisveinum sinum eftir líkamsdauð-
ann, ekki aðeins í svip þannig, að honum brigði ógreinilega
fyrir, heldur hvað eflir annað og mörgum í senn, talaði við
hcrisveinana og jafnvel leyfði þeim að þreifa á sér? Var þetta
hara missýning eða þá blekking, runnin af rótum þess illa? Eða
þá orð hans við ræningjann á krossinum: Sannlega segi ég þér.
I dag skaltu vera með mér i Paradis. Eða þessi orð hans: Ég lifi
°g þér munuð lifa. Var þetta bara misheyrn eða markleysa?
Páll postuli var einn þeirra, sem sáu hann upprisinn, þ. e. a. s.
lifandi eft ir líkamsdauðann. Ekki taldi hann það vera fánýta
idekking, öðru nær. Hann segir: „Ef nú er prédikað, að Krist-
ur sé upprisinn frá dauðum, hvernig segja þá nokkurir yðar
a 1T>eðal, að upprisa dauðra sé ekki til? — Því ef dauðir rísa ekki
UPP? er Kristur ekki heldur upprisinn. — En nú er Kristur
upprxsinn sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru“.
Þannig mætti lengi halda áfram, því allt Nýja testamentið
er i rauninni lifandi vitnisburður um eilíft gildi mannssálar-
mnar og sigur lífsins yfir dauðanum.
Með þetta i huga á ég satt að segja erfitt með að skilja þá
Presta, sem geta verið andsnúnir því, að leitað sé lifandi sann-
ana i okkar eigin samtið fyrir þvi, sem Jesús sjálfur var að