Morgunn - 01.12.1970, Page 30
108
MORGUNN
ákveðinn flötur hans viti upp, er hann að lokum nemur staðar.
Allt i senn, styrkur áhrifanna, stefnan og það augnablik, þegar
þetta á sér stað, hlýtur því að verða sitt með hverju móti, að
þvi er hvern einstakan tening snertir af þeim fjölda, sem vélin
varpar frá sér hverju sinni. Við þetta bætist svo það, að þetta
áhrifaafl á hvern tening verður einnig að breytast eftir því
hver sú tala er, sem sá, sem prófaður er, óskar og hugsar sér
að eigi að koma upp, oftar en líkur segja til um í hverri til-
raunalotu fyrir sig. 1 einni lotu er t. d. óskað eftir tölunni 3,
í annari tölunni 5 o. s. frv. Og sé tilraunin miðuð við tölurnar
7 eða 10, þurfa áhrif þessa kraftar að samstillast á tvo teninga
til þess að þær tölur fáist. Af þessu er ljóst, að sá kraftur, sem
hér er um að ræða, verður ekki aðeins að verka á mismunandi
hátt á hvern tening, sem varpað er, heldur einnig sitt með
hverju móti eftir því, hvaða tala óskað er að komi upp oftar, en
hending segir til um í hverju kasti og í hverri tilraunalotu.
Með öðrum orðum. Þessi kraftur verður að beita sér á mismun-
andi hátt við hvern tening um sig, ef árangur á að nást af
hverri tilraun. Og hann verður samtímis að lúta vilja og óskum
þess, sem prófaður er, um það, að sú tala á teningunum komi
upp, sem hann einheitir huganum að, — komi upp oftar en
réttmætar likur standa til.
Það liggur i augum uppi, að sá kraftur eða orka, sem þannig
hagar sér, starfar ekki i samræmi við orkulögmál efnisheims-
ins. Það hlýtur hver eðlisfræðingur þegar í stað að viðurkenna.
Hann getur ekki annað. Hér er um þá tegund orku að ræða,
sem sýnist beinlínis vera gtndd skynsemi og hafa ákveðinn lii-
gang, sem ræður því að hún beitir sér á ólíkan hátt við hvern
einstakan tening, en orkar ekki á sama hátt og með sama styrk-
leika á þá alla, og er þetta beinlínis gagnstætt lögmálum afl-
fræðinnar.
Sálarorkan eða PK orkan er ekki blindur náttúrukraftur.
Oðru nær. Þessi kraftur er að vísu engan veginn nógu sterk-
ur til þess að geta komið því til leiðar, að einn og sami flötur
komi upp á öllum þeim teningum, sem varpað er af handa-
hófi. En hann er nógu sterkur til þess, að sá flötur eða sú tala,