Morgunn - 01.12.1970, Page 33
Úr blöðum Unnar Skúladóttur
☆
Frú Unnur Skúladóttir
Thoroddsen andaðist í Reykja-
vík Viinn 6. ágúst síðastliðinn.
Hún var fædd 20. ágúst 1885,
dóttir hinna stórmerku hjóna
Skúla Thoroddsens alþingis-
manns og konu hans Theó-
dóru skáldkonu Guðmunds-
dóttur prófasts að Kvenna-
brekku, Einarssonar. En faðir
Skúla var skáldið Jón Tlior-
oddsen sýslumaður og er sú
ætt löngu þjóðkunn.
Frú Unnur var glæsileg
kona, svo af bar, og gáfuð eins
og hún átti kyn til. En hún
var ekki síður göfug kona og
hjartahlý, sem öllu og öllum
vildi vel og fann til með hverjum þeim, sem bágt átti. Voru og
jafnan liknarstörfin henni hjartans mál, og að þeim vann hún
a meðan þrek og heilsa leyfði.
Hún var einnig gædd dulrænum hæfileikum i rikum mæli.
h.kki vil ég þó fullyrða, að hún hafi verið gædd miðilsgáfu í
venjulegum skilningi þess orðs. Að minnsta kosti hefur hún þá
ekki lagt neina sérstaka rækt við hana. En hún var bæði
skyggn og draumspök. Og hún virðist hafa haft á mjög háu
stigi J)á undarlegu gáfu að geta i svefni, eða einhverju ástandi
a milli svefns og vöku, farið lir likamanum, ferðazt ])á um alla
Unnur Skúladóttir