Morgunn - 01.12.1970, Síða 37
MORGUNN
115
sem ég átti að svæfa. Man ég eftir því, að þá var ég dauðhrædd
Ul*i, að hann mundi detta fram úr bekknum, á meðan ég var
svona í burtu. En ég hafði aldrei áður séð þráðinn á milli mín
°g likamans. Um þann þráð heyrði ég ekki fyrr en ég las lýs-
lngu Hermanns Jónassonar á þessu í „Draumum". Það var
ekki fyrr en eftir það, að ég gerði mér fulla grein fyrir því,
að ég hefði þráfaldlega farið nr líkamanum ósjálfrátt bæði sem
harn og unglingur.
Legsteinninn.
Árið 1925 andaðist á Austurlandi maður, sem hét Guð-
niundur. Þegar ég var unglingur hafði ég nokkrum sinnum
seð hann á götum Reykjavíkur, rekizt á hann í húsi nokkru,
dansað við hann á böllrnn. Ekki voru þau kynni önnur né
meiri. Ég fluttist vestur á land og settist þar að, en hann var
húsettur á Austurlandi. Ég hafði litlar spurnir af honum eftir
l)!>ð, vissi þó, að hann var kvongaður og að talsvert orð fór af
oreglu hans þar og drykkjuskap. Ég sá lát hans í blöðunum
°g hann livarf í þoku gleymskunnar.
Iveim árum seinna eða 1927 tók ég eftir þvi nokkur kvöld i
rhð, að ég fann líkt og kippt væri i mig og ég ætti að fara úr
hkamanum. En ekkert komst ég álengdar og eins og ég væri í
hvert sinn rekin heim aftur. Þegar þetta hafði komið fyrir
nokkrum sinnum, fór mér að þykja það undarlegt, fann, að
eiuhver þurfti mín með. En á hinn bóginn var eins og einhver
vildi vernda mig frá einhverju illu, því ég hrökk óþyrmilega
UPP eins og ég væri beinlínis vakin.
Svo er það eina nótt, er ég hef verið vakin eftir svona nótt,
oð ég reyni að einbeita huganum frá öllu hversdagslegu og
fylla hann kærleika til alls, sem lifir og hrærist þessa heims og
'Oinars. Síðan sofna ég aftur mjög rólega. Vaknaði þó von bráð-
ai\ tók bók og fór að lesa, en sofnaði út af frá henni eftir litinn
tíma. — Og nú tókst þetta.
I-g var óðara komin að einkennilegri strönd, og sá ég nú
gveinilega stóra steina, kletta misháa en sandauðn á milli.
hiam undan var reginhaf og greindi ég langt undan landi eitt-