Morgunn - 01.12.1970, Síða 43
MORGUNN
121
hljóðfairið. En kisu urðum við að loka inni, henni leiz.1 svo illa
á selskinnsbuxurnar, að barnið var hálf lirætt við hana.
Um kvöldið fórum við með hana niður í skipið aftur. Þá
voru foreldrar hennar komnir og varð nú fagnaðarfundur.
Þessi litla stúlka var ákaflega fallegl barn, eins og raunar mörg
Eskimóabörnin voru. Nokkru seinna lét skipið i haf. Eskimóa-
stúlkuna fögru sá ég aldrei framar þangað til fundum okkar
bar saman cftir nær 20 ár á veginum breiða, handan við tima
og rúm. Þvi ég efast ekki um, að þar kom hún til móts við mig
ljóslifandi.
Spegillinn.
Þennan draum dreymdi mig árið 1903.
Veðrið var yndislegt og fagurt. Ég nýt veðurblíðunnar og
þess, að ég er ung og hraust og allt leikur í lyndi. Ég er á gangi
a stað, þar sem ég hef aldrei komið áður. Þar er mjög fagurt.
Ég kem að stóru húsi og er boðið þangað inn, cða öllu heldur,
þar standa mér dyr opnar, viðar og háar. Þegar inn er komið,
hlasir við langur gangur og breiður, en til beggja handa frá
honum mjórri göng, sum björt, önnur dimm og allt þar á milli.
h-kki var mikla tilbreylingu að sjá i þessu húsi við fyrstu sýn.
h-n ég vissi, að um alla þessa byggingu átti ég að fara. Að lok-
um er ég komin að endanum á þessum langa gangi. En þar
hlasir þá ekki við mér auður veggurinn, heldur er á honum
slor spegill. Og í speglinum sé ég fullorðna konu, þó ekki mjög
gamla né hruma.
Ég lýsi ekki konunni, en ég þekki sjálfa mig, þegar þar að
kemur.